Níu ára Lotta fékk óvænta gjöf frá fyrrum markmanni ÍA Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 17:30 Myndir Önnu Fríðu af Lottu að æfa sig vöktu mikla athygli á Twitter Anna Fríða Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan
Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45
Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43