Níu ára Lotta fékk óvænta gjöf frá fyrrum markmanni ÍA Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 17:30 Myndir Önnu Fríðu af Lottu að æfa sig vöktu mikla athygli á Twitter Anna Fríða Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, deildi fallegum myndum á Twitter á dögunum með þeim skilaboðum að hún hefði séð EM auglýsingu. „Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum.“ Vitnar Anna Fríða þar í fallegu Icelandair auglýsinguna sem frumsýnd var í kringum EM kvenna í knattspyrnu í sumar. Anna Fríða sagði frá því að stúlkan býr á Þykkvabæ, heitir Þórhildur Lotta og er 9 ára gömul. Þórhildur Lotta, sem kölluð er Lotta, æfir tvisvar á dag með hundinum Loppu.Í gær hljóp framhjá okkur real life EM auglýsing. Ung stelpa á landsbyggðinni að æfa sig í fótbolta með hundinum og kettinum sínum. pic.twitter.com/PgDX1UDqWg— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) August 7, 2017 Skemmtilegi pakkinn sem Marella sendi Lottu í póstiVeronika„Haltu áfram að vera frábær“ Marella Steinarsdóttir fyrrum markmaður ÍA og umboðsmaður MG-GK markmannshanskanna á Íslandi sá færsluna og ákvað að hafa samband við þessa duglegu fótboltastelpu. Marella sendi Lottu í kjölfarið fallegt handskrifað bréf og tvenna markmannshanska en Lotta er markmaður í sínum flokki fótbolta. Móðir Lottu deildi þessu fallega góðverki á Facebook síðu sinni og birti myndir af bréfinu. Í bréfinu skrifaði Marella meðal annars: „Það eru svona stelpur eins og þú, sem láta ekkert stoppa sig, sem eiga eftir að breyta ásýnd kvennaknattspyrnu í framtíðinni. Haltu áfram að vera frábær.“ „Það eru svona þrjár vikur síðan hún fékk þennan fallega pakka,“ segir Veronika Eberl móðir Lottu í samtali við Vísi. „Ég þekki Önnu Fríðu og Marellu ekki neitt, ég held að Anna Fríða hafi verið í útilegu í nágrenninu þegar hún tók myndirnar.“Byrjaði að æfa 3 ára Þær mæðgur voru virkilega hissa þegar pakkinn barst þar sem þær höfðu þá ekki séð Twitterfærslu Önnu Fríðu. „Hún var svo ánægð, trúði þessu ekki,“ segir Veronika um viðbrögð Lottu. Efnilegi ungi markmaðurinn hringdi í Marellu og þakkaði fyrir gjöfina og ræddu þær lengi saman um fótbolta og æfinga. Veronika segir að þetta sé allt mikil hvatning fyrir Lottu að halda áfram að æfa sig. „Hún byrjaði að æfa sig heima í fótbolta svona þriggja ára. Hún er líka mikil hestakona. Svo byrjaði hún að æfa með knattspyrnuliði síðasta vetur. 11 ára bróðir hennar er líka í fótbolta.“ Systkinin æfa með KFR á veturna og ÍBV á sumrin.Lotta á fótboltamóti í sumarVeronika„Hún er alltaf að æfa sig, oft bara með kettinum og hundinum úti,“ segir Veronika og hlær. „Henni finnst samt skemmtilegast í marki.“ Lotta keppti á Símamótinu í sumar og ætlar að vera dugleg að æfa fótbolta áfram. „Bróðir hennar Lottu heitir Patrekur Jóhann og hann var þegar hann var að byrja að æfa var hann alltaf að segja Lottu að koma með sér út að sparka. Hann er búinn að kenna henni ýmislegt í fótboltanum,“ segir Veronika að lokum.EM auglýsingu Icelandair má sjá hér fyrir neðan
Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45
Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í auglýsingu Icelandair sem hefur vakið mikla athygli. 9. maí 2017 22:43