Viðskipti innlent

Stelpurnar takast á við mótlæti í nýrri auglýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Óhætt er að segja að auglýsing Icelandair með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem frumsýnd var í dag hafi vakið stormandi lukku. Í auglýsingunni er sýnt hvernig stelpurnar í liðinu hafa þurft að takast á við mótlæti á ferli sínum.

Framundan er Evrópumótið í Hollandi þar sem okkar konur verða á meðal þátttakenda, þriðja EM í röð. Auglýsingin vakti sem fyrr segir mikla athygli og almenn ánægja með hana.

Evrópumótið í Hollandi hefst þann 16. júlí og eru stelpurnar okkar í riðli með Frökkum, Austurríki og Sviss. Fyrsti leikurinn er gegn Frökkum 18. júlí.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×