Sport

Mayweather reyndi að veðja á sjálfan sig í gær

Elías Orri Njarðarson skrifar
Mayweather í bardaganum við McGregor í nótt.
Mayweather í bardaganum við McGregor í nótt. Visir/getty
Floyd Mayweather mætti Conor McGregor í risabardaga í nótt.

Mayweather sigraði Conor McGregor eftir 10 lotur en báðir voru þeir mjög sigurvissir fyrir bardagann.  Floyd Mayweather var hugsanlega aðeins sigurvissari en hann reyndi að veðja á sjálfan sig í bardaganum samkvæmt heimildum ESPN.

Mayweather ætlaði sér að veðja 400.000 dollurum, sem eru rúmlega 42 milljónir í  íslenskum krónum, á það að bardaganum myndi ljúka á undir 9,5 lotu.

Það tókst hins vegar ekki hjá kappanum en það þótti ekki við hæfi að keppandi í bardaganum væri að veðja á eitthvað annað heldur en bein úrslit bardagans og varð því töluverð töf að afgreiða veðmál Mayweathers.

Floyd var ekki sáttur með það og ætlaði þá að veðja á að hann myndi vinna bardagann með rothöggi en aftur varð mikil bið á að fá veðmálið í gegn og Mayweather varð ósáttur við biðina og yfirgaf staðinn.





Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×