Sport

Gunnar í 45 daga veikindafrí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar er hér hálfvankaður eftir bardagann. Þar sem hann varð rotaður þarf hann að hvíla næstu daga.
Gunnar er hér hálfvankaður eftir bardagann. Þar sem hann varð rotaður þarf hann að hvíla næstu daga. mynd/mjölnir.is/sóllilja baltasarsdóttir
UFC hefur sent Gunnar Nelson í 45 daga veikindafrí eftir að hann var rotaður á bardagakvöldinu í Glasgow um síðustu helgi.

UFC metur ástand kappanna eftir bardaga og setur þá í frí eftir því hvernig ástand þeirra er hversu.

Fimm bardagakappar í Glasgow mega ekki keppa næstu 180 dagana en Gunnar má snúa aftur í búrið eftir 45 daga.

Þess utan má hann ekkert æfa í 30 daga þannig að hann fer væntanlega í verðskuldað frí núna.

MMA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.