Sport

Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Santiago Ponzinibbio segist ekki hafa potað í augun á Gunnari Nelson, allavega ekki viljandi.
Santiago Ponzinibbio segist ekki hafa potað í augun á Gunnari Nelson, allavega ekki viljandi. vísir/getty
Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið.

Eftir bardagann talaði Gunnar um að Ponzinibbio hafi potað í augun á sér.Myndir og myndbönd sem hafa birst á veraldarvefnum eftir bardagann sanna mál Gunnars sem þurfti að sætta sig við ósigur í bardaganum.

Argentínumaðurinn gefur lítið fyrir ásakanir um augnapot í samtali við MMA Fighting.

„Ég ætlaði að rota hann og guði sé lof gekk það eftir. Ég sigraði á rothöggi. Ef ég potaði í augun á honum var það ekki viljandi. Ég horfði aftur á bardagann og sá það ekki. Ég veit ekki. En ég náði rothöggi með hægri hendi. Það meiddi hann og svo kláraði ég hann með nákvæmri stungu,“ sagði Ponzinibbio.

„Þetta tekur ekkert frá sigrinum. Það sem hann segir breytir engu. Það er dómari inni í búrinu sem fylgist með og hann getur stöðvað bardagann hvenær sem er. Númer átta á heimslistanum entist í 82 sekúndur. Hann er 28 ára, fjölhæfur, frábær íþróttamaður, einn sá besti í þessum þyngdarflokki og á sér bjarta framtíð en þetta var frábær sigur. Hann entist í 82 sekúndur,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Mjölnismenn eru afar ósáttir við augnapot Ponzinibbio og vilja að þeir Gunnar berjist aftur. Óvíst er hvað UFC gerir í málinu.

MMA

Tengdar fréttir

Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa

Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.

Gunnar: Ég varð gráðugur

Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims

Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband

Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum.

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.