Fjögurra ára fangelsi fyrir sex ára gamalt smygl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 17:53 Um var að ræða 30 þúsund e-töflur sem smyglað var hingað til lands sumarið 2011. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Einar Sigurð Einarsson í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011. Einar var handtekinn í Leifsstöð í apríl síðastliðnum en auk Einars voru tveir aðrir menn ákærðir og dæmdir í málinu. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Mikill dráttur á málsmeðferð að mestu rakinn til ákærða Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá vegna vanhæfis Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómarar, sem hafði áður komið að málinu þegar hún úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Þannig kemur fram í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er segir í dómi héraðdóms. Eins og áður segir var Einar Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Framburður hans um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem hann og Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Einar Sigurð Einarsson í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi hingað til lands á rúmlega 30 þúsund MDMA-töflum í ágúst 2011. Einar var handtekinn í Leifsstöð í apríl síðastliðnum en auk Einars voru tveir aðrir menn ákærðir og dæmdir í málinu. Einar Sigurður var ákærður fyrir að hafa afhent Einari Erni Adolfssyni, sem einnig var ákærður vegna málsins, fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa greitt hluta ferðakostnaðar og uppihald Einars Arnar sem flutti efnin svo frá Danmörku til Íslands en Einar Örn var á þessum tíma 17 ára gamall. Skipta þurfti málinu upp og gefa út tvær ákærur því Einar Sigurður var í farbanni í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Upphaflega var ein ákæra gefin út í júní 2013 á hendur þremenningunum, þeim Einari Sigurði, Einari Erni og Finni Snæ Guðjónssyni.Mikill dráttur á málsmeðferð að mestu rakinn til ákærða Þeim hluta málsins sem sneri að þeim Einari Erni og Finni Snæ lauk í febrúar í fyrra þegar þeir hlutu hvor um sig fjögurra ára skilorðsbundinn dóm til þriggja ára fyrir sína aðild að smyglinu. Voru dómarnir skilorðsbundnir vegna þess dráttar sem orðið hafði á málinu. Áður höfðu þeir hlotið fangelsisdóma til sex ára en Hæstiréttur ómerkti þá vegna vanhæfis Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómarar, sem hafði áður komið að málinu þegar hún úrskurðaði annan manninn í gæsluvarðhald. Að mati héraðsdóms þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda dóminn yfir Einari Sigurði þar sem sá mikli dráttur sem orðið hefur á málinu megi að mestu rekja til hans sjálfs. Þannig kemur fram í dómnum að Einar Sigurður hafi flutt til Danmerkur í byrjun september 2011 ásamt þáverandi sambýliskonu. Þau hafi síðan flutt aftur til Íslands í október 2012 og búið hér á landi þar til í mars 2013 þegar þau fluttust búferlum til Íslands.Framburður ákærða ekki talinn trúverðugur „Bjó ákærði þar allt þar til hann flutti til Spánar vorið 2016. Sætti hann farbanni í Ástralíu sem að hans sögn stóð um rúmlega tveggja ára skeið, eða frá júlí 2013 og fram í október 2015, en gögn um farbannið hafa ekki verið lögð fram í málinu. Á Spáni bjó hann þar til í lok janúar á þessu ári, en kom þá loks að nýju til Íslands. Höfðu ákæruvald og lögregla ekki vitneskju um veru hans hér á landi fyrr en í ljós kom 7. apríl sl. að hann ætti bókað flug til Danmerkur daginn eftir. Var hann þá handtekinn og úrskurðaður í farbann sem ekki var aflétt fyrr en við dómtöku þessa máls 14. f.m.,“að því er segir í dómi héraðdóms. Eins og áður segir var Einar Sigurður dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Framburður hans um það hvers vegna hann fór til Hollands var ekki talinn trúverðugur að mati dómsins en hann hélt því fram að hún hefði í engu tengst fíkniefnainnflutningnum. Var meðal annars litið til þess að Einar Sigurður var bókaður fyrir tveimur einstaklingsherbergjum á hóteli í Amsterdam þar sem hann og Einar Örn hittust. Einar Sigurður gat enga skýringu gefið á þessu og sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta. Þá gat hann heldur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann var enn skráður fyrir herbergi á hótelinu eftir að hann fór frá Amsterdam en Einar Örn tók þá á móti veitingum á herberginu.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24 Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09 „Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Breytt líferni og dráttur á málinu ástæða skilorðsins Refsing Einars Arnar Adolfssonar, fyrir fíkniefnasmygl, breyttist talsvert á tveimur árum. 24. febrúar 2016 19:24
Grunaður höfuðpaur í stóru fíkniefnamáli tekinn í Keflavík sex árum síðar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Einar Sigurður Einarsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, skuli sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi en þó ekki lengur en til 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2017 00:09
„Ég er eins sáttur og það gerist miðað við aðstæður“ Einar Örn Adolfsson fékk skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl í dag. Var áður dæmdur í sex ára fangelsi. Er á leið vestur um haf með ársgamla dóttur sem glímir við lungnasjúkdóm. 24. febrúar 2016 14:50