„Hann vildi líklega ekki fara frá stráknum sínum. Gunnar veit hvað hann er að gera og við sendum honum góða æfingafélaga frá Írlandi. Ég sé allt myndefnið frá æfingunum,“ segir Kavanagh en hann er mjög ánægður með sinn mann.
„Gunni er sjóðheitur þessa dagana. Hann hefur klárað tvo stráka sem eru líkir þessum. Jouban og Tumenov lögðu mikla áherslu á boxið. Það er ekki auðvelt að taka svona menn niður. Gunnar lítur mjög vel út og er í hrikalega góðu formi. Þetta gætu orðið fimm lotur því Ponzinibbio er enginn aumingi. Ég sé þetta ekki klárast í fyrstu lotu og því þarf formið að vera í lagi. Ég veit að hann er í fáranlegu góðu formi.“
Þjálfarinn er gríðarlega ánægður með standið á Gunnari og er þegar búinn að sjá fyrir sér hvernig þessi bardagi verði á sunnudag.
„Ég held að bardaginn klárist í annarri eða þriðju lotu. Ponzinbbio er hraður og í flottu formi. Hann hefur lent á móti stórum strákum sem hafa lent í erfiðleikum með að ná honum í gólfið. Það er líka erfitt að halda honum í gólfinu.
„Það væri líka heimskulegt hjá honum að bera ekki virðingu fyrir því hversu öflugur Gunni er standandi. Gunni er sterkari standandi og í gólfinu. Ég hallast að því að Gunni klári þetta í þriðju lotu.
Íþróttadeild 365 er í Glasgow og mun fylgjast ítarlega með öllu í kringum bardaga Gunnars. Fylgstu með á Vísi, Fréttablaðinu og í íþróttafréttum Stöðvar 2. Bardagi Gunnars verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.