Sport

Gunnar í skýjunum með nýju Spiderman-myndina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar á leið í bíó í gær.
Gunnar á leið í bíó í gær. mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir

Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni.

Í gærkvöldi fór Gunnar, ásamt föruneyti, í bíó í Glasgow. Myndin sem varð fyrir valinu var nýja Spiderman-myndin.

Samkvæmt heimildarmönnum Vísis þá var Gunnar himilfandi með myndina. „Besta Spiderman-myndin til þessa,“ sagði Gunnar við vini sína eftir myndina. Engin smá meðmæli það.

Vonandi verður Gunnar álíka öflugur og Köngulóarmaðurinn er hann mætir Santiago Ponzinibbio á sunnudag.


Tengdar fréttir

Gunnar: Fannst hann vera með lítinn haus

Gunnar Nelson mætti afslappaður venju samkvæmt á fjölmiðladag UFC í dag og fékk talsvert meiri athygli en andstæðingur hans, Santiago Ponzinibbio. Honum leist svo ágætlega á Argentínumanninn er hann hitti hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.