Sport

„Gunnar Nelson er harður gaur“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Okkar maður beið lægri hlut í kvöld.
Okkar maður beið lægri hlut í kvöld. vísir/getty
Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio stóð uppi sem sigurvegari í einvígi hans og Gunnars Nelson í Glasgow í kvöld. Ponzinibbio tókst að rota Gunnar nánast strax í upphafi, eða þegar ekki nema 82 sekúndur voru liðnar af lotunni.

Ponzinibbio fagnaði sigrinum ákaft að keppni lokinni og sagðist ætla að verða besti bardagamaður heims. Hann þakkaði Gunnari Nelson jafnframt fyrir en þetta var þeirra fyrsti bardagi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi við Gunnar Nelson. Hann er harður gaur. Ég fýla stílinn þinn,“ sagði hann.

Þá þakkaði hann fyrir stuðninginn og ávarpaði aðdáendur sína, en hann sagðist eiga aðdaéndur um allan heim. „Takk svo mikið fyrir að trúa á mig,“ sagði Ponzinibbio.

Viðtal við Gunnar kemur á Vísi síðar í kvöld.

MMA

Tengdar fréttir

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×