Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 17:44 Olíumengun enn til staðar í Grafarlæk og Grafarvogi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. Nokkur sjón-og lyktarmengun er á svæðinu en það er metið svo að fólki stafi ekki hætta af menguninni. Ekki hefur enn tekist að finna út hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna ötullega að því að rekja upptökin. Slökkviliðið metur það svo að ekki sé um mikla olíumengun að ræða. Vitað er að olíumengun berst í Grafarlæk úr regnvatnsrás og við úrkomuna eykst flæðið gegnum rásina. Þess vegna er talað um aukningu á sýnilegri mengun. Talið er líklegt að olían skolist nú út af meiri hraða en áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ekki sé hægt að útiloka að enn komi mengun frá uppsprettu en hitt er talið líklegra að um útskolun eldri mengunar frá því á föstudag og laugardag sé að ræða.Ekki hefur enn tekist að finna út hvaðan mengunin kemur. Allar upplýsingar eru vel þegnar og flýta rannsókninni.Vísir/Andri Marinó Eins og áður kom fram hefur enn ekki tekist að rekja hvaðan mengunin kemur en einn möguleiki er sá að mengunin sé vegna bilaðrar olíuskilju eða rangra tenginga. Aðilar sem meðhöndla olíu og eru búsettir í Grafarholti og hluta Hálsahverfis eru vinsamlegast beðnir um að athuga hvort olíuskiljur séu ekki í lagi eða hvort mögulegt sé að olíumengun sé að berast með einhverju móti í niðurföll. Grafarvogur er mikilvægt náttúrusvæði með auðugt fuglalíf. Starfsmenn skrifstofu umhverfisgæða hafa gengið fjörurnar í Grafarvogi og lagt mat á útbreiðslu og þykkt olíunnar. Þeir komust að því að greinileg svört skán sé á grösugum fitjum norðarlega í voginum og auk þess á þangi og grjóti. Starfsmennirnir hafa ekki séð til fugla sem hafa orðið fyrir olíumenguninni en áfram verður fylgst með áhrifum mengunarinnar á fuglalíf. Vegfarendur eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk skrifstofu hjá umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar ef þeir verða varir við fugla sem virðist illa haldnir vegna olíumengunarinnar.Vegfarendur eru beðnir um að láta starfsmenn vita sjái þeir fugla sem virðast illa haldnir vegna mengunar.Vísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Olíumengun er nú sjáanleg í neðanverðum Grafarlæk sem liggur út í Grafarvog og má sjá brák í fjörum Grafarvogs meðfram norðurströndinni. Nokkur sjón-og lyktarmengun er á svæðinu en það er metið svo að fólki stafi ekki hætta af menguninni. Ekki hefur enn tekist að finna út hvaðan mengunin kemur en starfsmenn Veitna ohf. vinna ötullega að því að rekja upptökin. Slökkviliðið metur það svo að ekki sé um mikla olíumengun að ræða. Vitað er að olíumengun berst í Grafarlæk úr regnvatnsrás og við úrkomuna eykst flæðið gegnum rásina. Þess vegna er talað um aukningu á sýnilegri mengun. Talið er líklegt að olían skolist nú út af meiri hraða en áður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ekki sé hægt að útiloka að enn komi mengun frá uppsprettu en hitt er talið líklegra að um útskolun eldri mengunar frá því á föstudag og laugardag sé að ræða.Ekki hefur enn tekist að finna út hvaðan mengunin kemur. Allar upplýsingar eru vel þegnar og flýta rannsókninni.Vísir/Andri Marinó Eins og áður kom fram hefur enn ekki tekist að rekja hvaðan mengunin kemur en einn möguleiki er sá að mengunin sé vegna bilaðrar olíuskilju eða rangra tenginga. Aðilar sem meðhöndla olíu og eru búsettir í Grafarholti og hluta Hálsahverfis eru vinsamlegast beðnir um að athuga hvort olíuskiljur séu ekki í lagi eða hvort mögulegt sé að olíumengun sé að berast með einhverju móti í niðurföll. Grafarvogur er mikilvægt náttúrusvæði með auðugt fuglalíf. Starfsmenn skrifstofu umhverfisgæða hafa gengið fjörurnar í Grafarvogi og lagt mat á útbreiðslu og þykkt olíunnar. Þeir komust að því að greinileg svört skán sé á grösugum fitjum norðarlega í voginum og auk þess á þangi og grjóti. Starfsmennirnir hafa ekki séð til fugla sem hafa orðið fyrir olíumenguninni en áfram verður fylgst með áhrifum mengunarinnar á fuglalíf. Vegfarendur eru beðnir um að hafa samband við starfsfólk skrifstofu hjá umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar ef þeir verða varir við fugla sem virðist illa haldnir vegna olíumengunarinnar.Vegfarendur eru beðnir um að láta starfsmenn vita sjái þeir fugla sem virðast illa haldnir vegna mengunar.Vísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30 Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45 Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Mun meiri olíumengun í Grafarvogi í dag en í gær Fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins brá þegar þeir skoðuðu aðstæður í dag 15. júlí 2017 18:30
Óútskýrð mengun í Grafarvogi Uppsprettan finnst aldrei þrátt fyrir mikla leit Heilbrigðiseftirlitsins 14. júlí 2017 18:45
Olíumengun í öðrum læknum í Grafarvogi Um er að ræða lækinn fyrir neðan Keldur en Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þar hafi áður orðið vart við olíumengun. 14. júlí 2017 17:22