Of feitir fá silíkonteygju til að þrengja magann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Aðgerðin tekur um þrjátíu mínútur og fara flestir heim samdægurs. MYND/AÐSEND Um 200 magabandsaðgerðir eru gerðar á einkastofu hér á landi ár hvert. Skurðlæknirinn að baki stofunni segir að þörf sé á samstilltu átaki í tengslum við offitu hér á landi. Auðun Sigurðsson hefur gert magabandsaðgerðir hér á landi í rúm tvö ár. Áður gerði hann slíkar aðgerðir á sjúkrahúsi í Bretlandi. Aðgerðin felst í því að silíkonteygju er komið fyrir utan um magahálsinn til að þrengja að maganum og slá á svengdartilfinningu. „Þegar ég kom heim var mjög mikið að gera enda hafði ekki verið boðið upp á aðgerðir sem þessar hér á landi nema í smáum stíl,“ segir Auðun. „Síðan þá hefur dregið örlítið úr ásókn í aðgerðirnar samhliða því að það dró úr uppsöfnuðu eftirspurninni.“Auðun Sigurðsson, skurðlæknirÞegar Auðun fór af stað með stofuna gerði hann ráð fyrir því að nokkur hluti viðskiptavina hans væri fólk sem kæmi hingað frá útlöndum. Minna hefur verið um slíkt en áætlað var sökum sterkrar stöðu krónunnar. Eitthvað sé þó um að Íslendingar búsettir erlendis, sem hafa heyrt af meðferðinni frá fólki hér heima, komi hingað í aðgerðina. Þeir sem velja að fara í aðgerðina þurfa að greiða hana alfarið úr eigin vasa þar sem tryggingafélög eða sjúkratryggingar taka ekki þátt í kostnaðinum. Það hafi ekki komið í veg fyrir að fólk úr hinum ýmsu stéttum hafi lagst undir hnífinn. Auðun segir að hann muni ekki taka þátt í neinni pólitík í tengslum við kostnaðarþátttökuna. Hann sinni þeim sjúklingum sem til hans leita og reyni að gera það vel. „Ég myndi hins vegar gjarnan vilja að við tækjum okkur myndarlega á því við getum gert ýmislegt í málefnum varðandi offitu og sjúkdóma henni tengda,“ segir Auðun. Bendir hann í því sambandi á samstillt átak allra aðila varðandi reykingar hér á árum áður. Unnið hafi verið að því markvisst að bæta málin og á endanum hafi kúltúrinn breyst. „Þjóðin er alltaf að þyngjast og því fylgja ýmsir sjúkdómar,“ segir Auðun og nefnir meðal annars sykursýki í því sambandi. „Við þurfum að gera eitthvað svipað og með reykingarnar og hjálpa fólki að lenda ekki í þessum vandræðum. Ég sný mér þá að einhverju öðru ef það verður ekkert að gera í magabandsaðgerðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Um 200 magabandsaðgerðir eru gerðar á einkastofu hér á landi ár hvert. Skurðlæknirinn að baki stofunni segir að þörf sé á samstilltu átaki í tengslum við offitu hér á landi. Auðun Sigurðsson hefur gert magabandsaðgerðir hér á landi í rúm tvö ár. Áður gerði hann slíkar aðgerðir á sjúkrahúsi í Bretlandi. Aðgerðin felst í því að silíkonteygju er komið fyrir utan um magahálsinn til að þrengja að maganum og slá á svengdartilfinningu. „Þegar ég kom heim var mjög mikið að gera enda hafði ekki verið boðið upp á aðgerðir sem þessar hér á landi nema í smáum stíl,“ segir Auðun. „Síðan þá hefur dregið örlítið úr ásókn í aðgerðirnar samhliða því að það dró úr uppsöfnuðu eftirspurninni.“Auðun Sigurðsson, skurðlæknirÞegar Auðun fór af stað með stofuna gerði hann ráð fyrir því að nokkur hluti viðskiptavina hans væri fólk sem kæmi hingað frá útlöndum. Minna hefur verið um slíkt en áætlað var sökum sterkrar stöðu krónunnar. Eitthvað sé þó um að Íslendingar búsettir erlendis, sem hafa heyrt af meðferðinni frá fólki hér heima, komi hingað í aðgerðina. Þeir sem velja að fara í aðgerðina þurfa að greiða hana alfarið úr eigin vasa þar sem tryggingafélög eða sjúkratryggingar taka ekki þátt í kostnaðinum. Það hafi ekki komið í veg fyrir að fólk úr hinum ýmsu stéttum hafi lagst undir hnífinn. Auðun segir að hann muni ekki taka þátt í neinni pólitík í tengslum við kostnaðarþátttökuna. Hann sinni þeim sjúklingum sem til hans leita og reyni að gera það vel. „Ég myndi hins vegar gjarnan vilja að við tækjum okkur myndarlega á því við getum gert ýmislegt í málefnum varðandi offitu og sjúkdóma henni tengda,“ segir Auðun. Bendir hann í því sambandi á samstillt átak allra aðila varðandi reykingar hér á árum áður. Unnið hafi verið að því markvisst að bæta málin og á endanum hafi kúltúrinn breyst. „Þjóðin er alltaf að þyngjast og því fylgja ýmsir sjúkdómar,“ segir Auðun og nefnir meðal annars sykursýki í því sambandi. „Við þurfum að gera eitthvað svipað og með reykingarnar og hjálpa fólki að lenda ekki í þessum vandræðum. Ég sný mér þá að einhverju öðru ef það verður ekkert að gera í magabandsaðgerðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira