Despacito virðist hafa hleypt lífi í efnahag Púertó Ríkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2017 18:48 Luis Fonsi ræðir vinsældir lagsins Despacito í New York í maí síðastliðnum. Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Áhugi ferðamanna á Púertó Ríkó, sögusviði lagsins Despacito sem trónir nú á toppi vinsældarlista um heim allan, hefur aukist um 45 prósent síðan lagið kom út. Í frétt Billboard kemur fram að lagið, sem tónlistarmennirnir Luis Fonsi, Daddy Yankee – og síðar Justin Bieber – flytja, hafi greinilega aukið áhuga ferðamanna á svæðinu. Efnahagskreppa hefur lengi ríkt í Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna, vegna gríðarlegrar skuldsetningar stjórnvalda. Í Despacito segir meðal annars „This is how we do it down in Puerto Rico,“ eða „Svona gerum við þetta í Púertó Ríkó,“ og tónlistarmyndband lagsins er þar að auki tekið upp á fallegum stöðum á svæðinu. Ferðamannaiðnaðurinn hefur notið góðs af þessu og margir hafa gripið til þess að bjóða upp á ferðir til staða, sem sjá má í tónlistarmyndbandinu. Luis Fonsi, einn flytjenda lagsins, var yfir sig ánægður með fréttirnar og sagði Púertó Ríkó hina eiginlegu aðalpersónu myndbandsins.Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Despacito í flutningi Luis Fonsi og Daddy Yankee en þeir eru báðir fæddir í Púertó Ríkó.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira