Neðanjarðarsenan tekin fyrir í tónleikaröð Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. júní 2017 16:45 Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, heldur Stage Dive Fest til að koma ungum og efnilegum tónlistarmönnum á framfæri. Vísir/Eyþór Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Stage Dive Fest er tónleikaröð sem er haldin á Húrra nú í fimmta sinn, og tilgangurinn er að styðja við unga tónlistarmenn í neðanjarðarsenunni í Reykjavík, helst í rapp- og raftónlist þó það sé ekki krafa,“ segir Þórður Ingi Jónsson, eða Lord Pusswhip, einn aðstandandi Stage Dive Fest sem eins og hann segir er nú haldin í fimmta sinn á skemmtistaðnum Húrra. Með honum eru það þeir Mælginn og Bngrboy sem sjá um að halda viðburðinn. Þetta kvöld kemur Lord Pusswhip fram sjálfur ásamt Countess Malaise en þau hafa verið að sjóða saman görótta hiphop-blöndu upp á síðkastið. Í febrúar á þessu ári gaf Lord Pusswhip út mixteipið Lord Pusswhip is Dead þar sem hann gerir upp feril sinn síðustu fimm árin. Countess Malaise er listamannsnafn Dýrfinnu Benita en hún hefur verið nokkuð iðin við kolann á árinu og gaf meðal annars út lagið Skip a Case. Ásamt Malaise og Pusswhip spilar Kuldaboli mínímalíska synthatóna sem gætu kveikt vetrarfíling í brjósti gesta svona í miðjum júní, Andsetinn kemur fram – drungalegur neðanjarðarrappari og m e g e n, elektrónískt dúó sem er nýkomið af Secret Solstice hátíðinni og má alveg gera ráð fyrir því að þeir verði alveg funheitir og snúi tökkunum af mikilli lipurð. Leikar hefjast klukkan átta.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira