Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júní 2017 13:30 Sóli og Salka Sól ræddu við Steinda Jr. á Rás 2 áðan. myndvinnsla Garðar „Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
„Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira