Titringur innan Viðreisnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra er formaður Viðreisnar. Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Hópur innan Viðreisnar hefur kallað eftir því að aukalandsþing verði haldið til að hægt sé að kjósa um forystu flokksins og leggja línurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ágreiningur er innan flokksins um hvort það sé ákjósanlegt eður ei. Viðreisn er ungur flokkur en stofnfundur hans var haldinn fyrir rétt rúmum þrettán mánuðum. Fyrsta landsþing hans fór fram í lok septembermánaðar í fyrra. Í lögum flokksins segir að landsþing skuli haldin á tveggja ára fresti en þó sé stjórn flokksins heimilt að boða til auka landsþings þegar þurfa þyki. Á auka landsþingi er heimilt að kjósa um embætti formanns og varaformanns. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann hyggi á framboð í sveitarstjórnarkosningunum en heimildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum Viðreisnar, telja að fólk veigri sér við að bjóða fram fyrir flokkinn við núverandi ástand. Stefna flokksins í málum sveitarfélaga liggi ekki fyrir og ekki liggi í augum uppi hvernig flokkurinn ætli að marka sér sérstöðu. Sömu heimildarmenn segja að nokkurrar beiskju gæti einnig vegna illa ígrundaðra yfirlýsinga formannsins í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Af þeim flokksmönnum, sem vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt að kosið verði um forystu flokksins. Með því móti fái núverandi forysta aukið umboð eða nýtt fólk taki við og ráði för í kosningunum næsta vor. „Það lýsir ekki vantrausti þó rætt sé um að flýta þinginu. Það getur þvert á móti orðið til þess að styrkja stöðu forystunnar. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart að flokksmenn flokks sem mælist með um fimm prósent ræði þetta,“ segir einn Viðreisnarmaður sem Fréttablaðið ræddi við. Að óbreyttu fer landsþing flokksins fram í upphafi næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira