GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2017 17:45 Gjörningaklúbburinn gerði myndbandið við lagið en þeir Daníel Ágúst og Biggi Veira skipa hljómsveitina. Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. Lagið fer í almenna spilun á morgun en það heitir Featherlight og er fyrsta lagið af plötunni sem heitir Lies Are More Flexible. „Við vorum að klára plötuna og er hún því tilbúin. Við erum búnir að bíða lengi eftir henni og aðdáendur okkar líka svo við ákváðum að taka upphafslagið af plötunni og gefa það strax út. Það er GusGus-legt en samt svolítið sérstakt,“ segir Biggi í samtali við Vísi. Gjörningaklúbburinn gerði myndbandið við lagið. „Þetta er vinafólk okkar og frábærir listamenn. Okkur langaði að fá dálítið öðruvísi vinkil á þetta og fá gjörningalistafólk til að taka snúning og sjá hvað kæmi út úr því. Við fengum þau því til að gera vídjóið og það eru allir í skýjunum með það,“ segir Biggi. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. Lagið fer í almenna spilun á morgun en það heitir Featherlight og er fyrsta lagið af plötunni sem heitir Lies Are More Flexible. „Við vorum að klára plötuna og er hún því tilbúin. Við erum búnir að bíða lengi eftir henni og aðdáendur okkar líka svo við ákváðum að taka upphafslagið af plötunni og gefa það strax út. Það er GusGus-legt en samt svolítið sérstakt,“ segir Biggi í samtali við Vísi. Gjörningaklúbburinn gerði myndbandið við lagið. „Þetta er vinafólk okkar og frábærir listamenn. Okkur langaði að fá dálítið öðruvísi vinkil á þetta og fá gjörningalistafólk til að taka snúning og sjá hvað kæmi út úr því. Við fengum þau því til að gera vídjóið og það eru allir í skýjunum með það,“ segir Biggi. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira