Sumarspá Siggu Kling - Ljónið: Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur 2. júní 2017 09:00 Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira