Innlent

Fjárdrátturinn umfangsmeiri en áður var talið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarmiðstöðin á Selfossi þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa.
Björgunarmiðstöðin á Selfossi þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. hsu.is
Ýmislegt bendir til þess að fjárdráttur sem fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar er grunaður um hafi verið umtalsvert meiri en talið var í fyrstu.

Samkvæmt heimildum Vísis hleypur fjárdrátturinn á milljónum króna. Gjaldkeranum var vikið frá störfum í mars þegar grunur vaknaði um misnotkun hans á viðskiptakorti félagsins.

Í tilkynningu frá björgunarfélaginu þann 17. mars kom fram að gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til kaupa á eldsneyti til eigin nota. 

„Félagar í Björgunarfélagi Árborgar líta málið alvarlegum augum og harma að gjaldkerinn fyrrverandi hafi brugðist trausti þeirra með þessum hætti,“ sagði í tilkynningunni. 

Skýrist á næstu vikum

Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, staðfestir í samtali við Vísi að eftir yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós að málið sé umfangsmeira en áður var talið.


„Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ segir Tryggvi. 

Hann vill ekki tjá sig um fjárhæðina sem gjaldkerinn fyrrverandi er grunaður um að hafa svikið úr félaginu.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.