Lífið

Rappelíta Íslands endurgerði Skólarapp

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Allar rapp kanónur Íslands voru kallaðar til verksins.
Allar rapp kanónur Íslands voru kallaðar til verksins. Skjáskot/Youtube
Flestir landsmenn ættu að kannast við lagið Skólarapp í flutningi Þorvalds Davíðs Kristjánssonar og Söru Dísar Hjaltested.

Í tilefni af degi rauða nefsins fékk lagið nýjan búning. Það var frumflutt í útsendingu RÚV nú í kvöld sem er haldin í samvinnu við UNICEF á Íslandi.

Tónlistarmennirnir Helgi Sæmundur og Auður settu lagið í nýjan búning og voru rúmlega 20 rapparar fengnir til að glæða lagið nýju lífi. Þar á meðal eru Aron Can, Blaz Roca, Reykjavíkurdætur og 101 Boys.

Í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og þar má sjá þeim Þorvaldi Davíð og Söru Dís bregða fyrir í nýjum hlutverkum.

Einnig má sjá stórskemmtilegt innslag þar sem Dóri DNA ræðir við Þorvald Davíð og Söru Dís og fær að vita allt um það hvernig Skólarapp varð til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×