Innlent

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

Birgir Olgeirsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir/Magnús Tumi.

Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Sá fyrri mældist kl. 20:33 og var af stærð 3,8, en sá seinni um tveim og hálfri mínútu síðar 3,9 að stærð. 

Rúmlega tíu eftirskjálftar fylgdu, sá stærsti kl. 21:16 um 3,2 að stærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.