Pantaði sér gulltennur frá Texas fyrir peninginn Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. maí 2017 10:00 Elli Grill hringdi til Texas og pantaði gulltennur frá einum þekktasta gullsmið rappleiksins. Vísir/Eyþór Rapparinn Elli Grill sendi frá sér lagið Skidagrimu Tommi í síðustu viku en um er að ræða lag sem hann tók upp í Bandaríkjunum. Elli sendir frá sér nýja plötu á föstudaginn sem hann segir minni á tungllendinguna og fái álfa og huldufólk til þess að efast um tilvist sína. „Við tókum lagið upp í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi með Shades of Reykjavík um suðurríkin. Ég tók lagið upp í stúdíói hjá listamannateymi og útgefendum sem heita Southern Demon Herd. Þeir eru klikkaðir sígaunar. Svo tókum við myndbandið upp í Memphis, Tennesee,“ segir Elli Grill en hann gaf nú nýlega út lagið Skidagrimu Tommi (HÆ GRILLI GROM) með myndbandi. Elli skrifaði fyrir ekki margt löngu undir samning hjá útgáfunni Alda Music, fyrirtæki þeirra Sölva Blöndal og Ólafs Arnalds og er þetta lag það fyrsta sem kemur frá rapparanum síðan hann skrifaði á punktalínuna hjá þeim félögum.Um hvað fjallar þetta lag? „Ég kynntist útigangsmanni í Memphis sem ég kallaði alltaf Tomma en hann heitir held ég Mike – veit ekki alveg af hverju ég kallaði hann Tomma, en við vorum búnir að fá okkur smá koníak og svoleiðis. Hann sagði mér ýmsar sögur og lagið spratt eiginlega frá því.“Orðið á götunni segir að þú hafir farið með peninginn sem þú fékkst frá Öldu og keypt þér gulltennur (e. grillz eða grill, svona eins og „Elli Grill“) fyrir allt heila klabbið, er eitthvað til í því? „Já, á - þetta er 18 karata gull með demantaskurðum. Ég á von á því bráðum til landsins – ég pantaði þetta frá gæjanum sem gerir grillz fyrir allar stjörnurnar í bransanum, algjört „legend in the game“. Hann heitir TV Johnny Dang, frá Víetnam – flutti til Bandaríkjanna og hefur verið að gera tennur fyrir alla rappara í Texas. Mig hefur alltaf langað í grill hjá honum – hef verið að tala við hann lengi. Það er ekki hægt að panta af netinu, maður þarf að hringja og tala við hann.“Það er ekkert annað. Þú ert kominn með glænýjan plötusamning í hendurnar, nýjar gulltennur – má ekki gera ráð fyrir því að það sé plata á leiðinni? „Jú, það er plata á leiðinni. Hún kemur út næsta föstudag. Þetta er tólf laga plata sem ég er búinn að vinna mjög ákaft í allt árið 2016. Allt efnið á plötunni helst í hendur – það er svona gamaldags sci-fi fílingur á henni, það er eins og hún komi úr fortíðinni en líka framtíðinni: það er eins og hún sé eitthvað kolkrabbaskrímsli. Þessi plata á eftir að láta álfa og huldufólk efast um tilvist sína og hún minnir svolítið á fyrstu tungllendinguna.“Verða einhverjir skemmtilegir gestir á plötunni? „Alvia Islandia er á henni, Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé. Það er reyndar alveg ótrúlegt lag sem við gerðum – Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé í sama laginu með mér. Það er alveg klikkað lag þó ég segi sjálfur frá, alveg ótrúlegt. Það heitir Cadillac draumar.“ Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Rapparinn Elli Grill sendi frá sér lagið Skidagrimu Tommi í síðustu viku en um er að ræða lag sem hann tók upp í Bandaríkjunum. Elli sendir frá sér nýja plötu á föstudaginn sem hann segir minni á tungllendinguna og fái álfa og huldufólk til þess að efast um tilvist sína. „Við tókum lagið upp í Bandaríkjunum á tónleikaferðalagi með Shades of Reykjavík um suðurríkin. Ég tók lagið upp í stúdíói hjá listamannateymi og útgefendum sem heita Southern Demon Herd. Þeir eru klikkaðir sígaunar. Svo tókum við myndbandið upp í Memphis, Tennesee,“ segir Elli Grill en hann gaf nú nýlega út lagið Skidagrimu Tommi (HÆ GRILLI GROM) með myndbandi. Elli skrifaði fyrir ekki margt löngu undir samning hjá útgáfunni Alda Music, fyrirtæki þeirra Sölva Blöndal og Ólafs Arnalds og er þetta lag það fyrsta sem kemur frá rapparanum síðan hann skrifaði á punktalínuna hjá þeim félögum.Um hvað fjallar þetta lag? „Ég kynntist útigangsmanni í Memphis sem ég kallaði alltaf Tomma en hann heitir held ég Mike – veit ekki alveg af hverju ég kallaði hann Tomma, en við vorum búnir að fá okkur smá koníak og svoleiðis. Hann sagði mér ýmsar sögur og lagið spratt eiginlega frá því.“Orðið á götunni segir að þú hafir farið með peninginn sem þú fékkst frá Öldu og keypt þér gulltennur (e. grillz eða grill, svona eins og „Elli Grill“) fyrir allt heila klabbið, er eitthvað til í því? „Já, á - þetta er 18 karata gull með demantaskurðum. Ég á von á því bráðum til landsins – ég pantaði þetta frá gæjanum sem gerir grillz fyrir allar stjörnurnar í bransanum, algjört „legend in the game“. Hann heitir TV Johnny Dang, frá Víetnam – flutti til Bandaríkjanna og hefur verið að gera tennur fyrir alla rappara í Texas. Mig hefur alltaf langað í grill hjá honum – hef verið að tala við hann lengi. Það er ekki hægt að panta af netinu, maður þarf að hringja og tala við hann.“Það er ekkert annað. Þú ert kominn með glænýjan plötusamning í hendurnar, nýjar gulltennur – má ekki gera ráð fyrir því að það sé plata á leiðinni? „Jú, það er plata á leiðinni. Hún kemur út næsta föstudag. Þetta er tólf laga plata sem ég er búinn að vinna mjög ákaft í allt árið 2016. Allt efnið á plötunni helst í hendur – það er svona gamaldags sci-fi fílingur á henni, það er eins og hún komi úr fortíðinni en líka framtíðinni: það er eins og hún sé eitthvað kolkrabbaskrímsli. Þessi plata á eftir að láta álfa og huldufólk efast um tilvist sína og hún minnir svolítið á fyrstu tungllendinguna.“Verða einhverjir skemmtilegir gestir á plötunni? „Alvia Islandia er á henni, Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé. Það er reyndar alveg ótrúlegt lag sem við gerðum – Úlfur Úlfur og Kött Grá Pjé í sama laginu með mér. Það er alveg klikkað lag þó ég segi sjálfur frá, alveg ótrúlegt. Það heitir Cadillac draumar.“
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira