Farsímafikt fer með friðinn á AA-fundum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2017 14:09 Sumir halda því fram að það að leggja kapal í síma sínum eða spila Candy Crush, hjálpi til við að einbeita sér að því sem fram fer á fundinum. Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Svo virðist sem margir geti ekki sleppt taki á snjallsímum sínum, ekki undir nokkrum kringumstæðum – jafnvel ekki á AA-fundum. Í vinahópi SÁÁ á Facebook er vakin athygli á þessu. Kona nokkur segist ekki vilja rugga neinum bátum en svo sé að á mörgum AA-fundum sé þeim tilmælum beint til fundarfólks að slökkva á farsímum sínum meðan á fundi stendur.Að fylgjast með Facebook á AA-fundumHún segir að það færist mjög í aukana að þau tilmæli séu ekki virt og það sem meira er, athygli margra þeirra sem fundina sitja eru alfarið á símanum en ekki á því sem á fundinum er sagt. Og eru þeir þá til lítils. „Ég hef upplifað það oftar en einu sinni að sessunautur minn á AA fundi er að fletta Facebook eða vefsíðum í símanum allan fundartímann,“ segir konan sem viðurkennir að þetta trufli hana og dregur athygli hennar frá því hvað er að gerast á fundinum – sama hversu mjög hún reyni að taka æðruleysið á þetta. Og bætir við: „En á maður að sætta sig við þetta? Er til of mikils ætlast að sýna einnar klukkustundar AA fundi og því fólki sem er að sækjast eftir hugarró þar inni - þá virðingu að vera Á fundinum en ekki einhversstaðar í netheimum?“Candy Crush hjálpar uppá einbeitingunaMálið er rætt í hópnum og meðal annars bent á að líkast til hafi snjallsímar ekki verið til þegar erfðavenjur AA-samtakanna voru settar saman. Og þeir eru til sem segja símanotkun sína ekki þannig að þar með sé verið að sýna öðrum óvirðingu eða að athyglin sé ekki á fundinum, heldur þvert á móti: „Ég legg oft kapal í símanum á AA fundi. Það hjálpar mér að heyra betur. Alveg eins og það hjálpaði mér að krota og teikna í tímum sem krakki - heyrði betur.“ Og önnur kona bætir við: „Ég viðurkenni að vera stundum i candy crush, en það hjálpar mér líka að einbeita mér betur að því sem er verið að segja. En það er yfirleitt bara á stóru fundunum.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira