Helstu foringjar þjóðarinnar tefla við Hrafn Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2017 09:59 Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Hrafn teflir fyrir þau. „Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Við í Hróknum viljum leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar og safna fyrir þau samtök, sem eru að vinna á vettvangi að því að bjarga mannslífum. Kjörorð Hróksins eru „Við erum ein fjölskylda" og það viljum við sýna í verki," segir Hrafn Jökulsson forseti skákklúbbsins Hróksins. Hrafn og Hrókurinn efna til skákmaraþons í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen, föstudag og laugardag næstkomandi. Hrafn ætlar að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum, og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Ekki vantar að það sé fremdarfólk sem ætlar að tefla við Hrafn. Meðal þeirra eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Síðast söfnuðust 3 milljónir„Ég hlakka mikið til að setjast að tafli og mæta áskorendum úr öllum áttum. Skákkunnátta er algjört aukaatriði, og ég tek glaðlega að mér tilsögn í leiðinni, ef með þarf. Ég vona að sem allra flestir leggi leið sína í Pakkhús Hróksins á föstudag og laugardag. Þótt tilefnið sé alvarlegt ætlum við að gera þetta að hátíð samstöðu og gleði.“Hrafn er grimmur við skáborðið en meðal þeirra sem hann teflir við um helgina eru Guðni forseti, Bjarni forsætisráðherra og Dagur borgarstjóri.Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi. Kostnaður við maraþonið er enginn og hópur sjálfboðaliða gefur vinnu sína. Leitað er eftir framlögum og áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hæsta einstaka áheitið er frá velunnara sem ekki lætur nafns síns getið, sem greiða mun 2000 krónur fyrir hverja skák sem Hrafn teflir, eða 400.000 ef skákirnar verða 200 talsins.Fyrirtæki heita á Hrafn Hrafn segir áheitasöfnun ganga vel en vonar að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn. „Enda fagna þau nú metafkomu og því aldeilis lag til að láta gott af sér leiða. Nokkur fyrirtæki ætla að borga 1000 krónur fyrir hverja skák sem ég tefli og einn aðili ætlar að borga 2000 krónur. Ég ætla mér að komast yfir 200 skákir, svo þetta er fljótt að koma. En hér gildir líka, að margt smátt gerir eitt stórt, og hægt er að greiða upphæð að eigin vali. Í gær var til dæmis verið að bóka tvær stúlkur í maraþonið og foreldrarnir heita 5000 krónum á hvora um sig.“ Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn en Hrafn byrjar að tefla klukkan 9 á föstudagsmorgun og ætlar að sitja við til miðnættis. Sama dagskrá verður á laugardaginn, og verður opið hús allan tímann. Fulltrúar UNICEF og Fatimusjóðs veita upplýsingar á staðnum um hina grafalvarlegu stöðu í Sýrlandi og Jemen, þar sem milljónir barna lifa í skugga stríðs og hungursneyðar. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Milljónir barna eru í bráðri lífshættu vegna stríðs og hungursneyðar. Við í Hróknum viljum leggja okkar litla lóð á vogarskálarnar og safna fyrir þau samtök, sem eru að vinna á vettvangi að því að bjarga mannslífum. Kjörorð Hróksins eru „Við erum ein fjölskylda" og það viljum við sýna í verki," segir Hrafn Jökulsson forseti skákklúbbsins Hróksins. Hrafn og Hrókurinn efna til skákmaraþons í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen, föstudag og laugardag næstkomandi. Hrafn ætlar að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum, og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Ekki vantar að það sé fremdarfólk sem ætlar að tefla við Hrafn. Meðal þeirra eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Síðast söfnuðust 3 milljónir„Ég hlakka mikið til að setjast að tafli og mæta áskorendum úr öllum áttum. Skákkunnátta er algjört aukaatriði, og ég tek glaðlega að mér tilsögn í leiðinni, ef með þarf. Ég vona að sem allra flestir leggi leið sína í Pakkhús Hróksins á föstudag og laugardag. Þótt tilefnið sé alvarlegt ætlum við að gera þetta að hátíð samstöðu og gleði.“Hrafn er grimmur við skáborðið en meðal þeirra sem hann teflir við um helgina eru Guðni forseti, Bjarni forsætisráðherra og Dagur borgarstjóri.Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi. Kostnaður við maraþonið er enginn og hópur sjálfboðaliða gefur vinnu sína. Leitað er eftir framlögum og áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hæsta einstaka áheitið er frá velunnara sem ekki lætur nafns síns getið, sem greiða mun 2000 krónur fyrir hverja skák sem Hrafn teflir, eða 400.000 ef skákirnar verða 200 talsins.Fyrirtæki heita á Hrafn Hrafn segir áheitasöfnun ganga vel en vonar að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn. „Enda fagna þau nú metafkomu og því aldeilis lag til að láta gott af sér leiða. Nokkur fyrirtæki ætla að borga 1000 krónur fyrir hverja skák sem ég tefli og einn aðili ætlar að borga 2000 krónur. Ég ætla mér að komast yfir 200 skákir, svo þetta er fljótt að koma. En hér gildir líka, að margt smátt gerir eitt stórt, og hægt er að greiða upphæð að eigin vali. Í gær var til dæmis verið að bóka tvær stúlkur í maraþonið og foreldrarnir heita 5000 krónum á hvora um sig.“ Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn en Hrafn byrjar að tefla klukkan 9 á föstudagsmorgun og ætlar að sitja við til miðnættis. Sama dagskrá verður á laugardaginn, og verður opið hús allan tímann. Fulltrúar UNICEF og Fatimusjóðs veita upplýsingar á staðnum um hina grafalvarlegu stöðu í Sýrlandi og Jemen, þar sem milljónir barna lifa í skugga stríðs og hungursneyðar.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira