Húsnæðismarkaðurinn: Leitin að öryggistilfinningu leiðir til óhóflegrar skuldsetningar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 16:07 Una Jónsdóttir hagfræðingur. Vísir Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira