Spennumynd með draugaívafi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 10:45 Óskar Þór finnur fyrir spenningi í þjóðfélaginu fyrir nýju myndinni. Vísir/GVA Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“ Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira