Hafa „meikað það“ á heimsvísu Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 15:45 Kristín Ólafsdóttir hefur gert samninga um dreifingu á Innsæi við nokkrar af stærstu efnisveitum heims, þar á meðal er Netflix. Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur, er himinlifandi með árangurinn. InnSæi verður tekin til sýninga á Netflix worldwide – eða á heimsvísu – þann 15. júlí næstkomandi. Það þýðir að myndin verður aðgengileg öllum áskrifendum Netflix-veitunnar í þeim 190 löndum þar sem hún er leyfð. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir myndina að fá þessa dreifingu um allan heim. Vandamálið við heimildarmyndir er oft að það er erfitt að nálgast þær á fljótlegan og þægilegan hátt fyrir áhorfendur. Netflix er með öflugan flokk heimildarmynda þannig að þeir sem hafa áhuga á myndum þar sem kafað er djúpt ofan í viðfangsefnið hafa úr nógu að velja. Að Innsæi verði ein af þeim myndum er mikill heiður fyrir okkur,“ segir Kristín hjá Klikk Productions um myndina Innsæi sem fjallar m.a. um álag og stress sem fylgir auknu upplýsingaflæði og hraðanum sem einkennir nútíma samfélag. Í myndinni er til dæmis fylgst með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt, með hjálp taugalíffræði og núvitundar, að takast á við mikið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Í myndinni koma einnig fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim Innsæis. „Við vorum frökk að gefa heimildarmynd íslenskt heiti sem enginn erlendis skilur og margir héldu að við myndum ekki geta selt hana á erlenda markaði. En hugtakið Innsæi virðist bara hafa vakið upp forvitni erlendis og virðist ekki spilla fyrir myndinni heldur þvert á móti veitir henni meðbyr. Innsæi er líka orð sem við viljum hefja upp því það er mjög fallegt og hefur margræða og djúpa merkingu eins og kemur fram í myndinni.“ Spurð út í hvort þessu stóra tækifæri fylgi ekki mikil vinna og ákveðið stress segir Kristín: „Í raun ekki, þetta er bara mikil viðurkenning og það eru greinilega margir um allan heim sem tengja við efnið. Netflix sér líka um alla framkvæmd sbr. að þýða á öll tungumálin og auglýsa myndina á veitunni sinni á hverju svæði fyrir sig,“ útskýrir Kristín sem er afar spennt.Kristín Ólafsdóttir vill hvetja fólk til að gefa innsæi sínu séns.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSAthugasemdir og „likes“ hrúgast inn Kristín áætlar að yfir 50.000 manns hafi núna séð Innsæi og þá er ótalið áhorf á Netflix sem veitan gefur ekki upp. Það gætu verið nokkrir tugir þúsunda í viðbót. „Rétt er að taka fram að langflestir eru erlendir áhorfendur. Viðbrögðin hafa verið mjög nærandi fyrir okkur öll sem unnum að myndinni. Fólk virðist bregðast sterkt við boðskap myndarinnar og eftir að hún var frumsýnd í Norður- og Suður-Ameríku vorum við að fá 350-400 athugasemdir og „likes“ á Facebook-síðuna okkar daglega. Síðan hafa fjölmargir áhorfendur sent okkur tölvupóst með áhugaverðum sögum þeirra og löngun til að kynna efni myndarinnar í sínu landi eða í sinni borg. Og við Hrund höfum ferðast um Evrópu og Ameríku með fyrirlestra um myndina. Háskólasamfélögin í Bandaríkjunum hafa líka sýnt myndinni mikinn áhuga.“ Spurð út í hvaða tilgang og tækifæri þær sjái í Innsæi segir Kristín: „Við viljum breiða út boðskap Innsæis um allan heim. Fá áhorfendur til að tengjast aftur við sitt innsæi í nútímasamfélagi þar sem hraði og stress ræður oft ríkjum. Við viljum minna fólk á að gefa innsæi sínu séns og leyfa því að vera með í stórum ákvörðunartökum í lífi okkar og starfi. Ekki einungis treysta bara á rökhugsun okkar.“„Við þurfum bæði innsæi og rökhugsun til að funkera rétt, þetta er eins og tveir ryþmar sem geta ekki verið án hvor annars. Við erum búin að einblína á rökhugsunina of lengi núna en við erum öll með hafsjó af visku innra með okkur. Nýtum hana og njótum hennar. Þá fyrst fær sköpunargleði okkar að njóta sín.“ En Netflix er ekki eina efnisveitan sem Klikk Productions hefur gert samning við í tengslum við Innsæi. Nú þegar er hægt að leigja og kaupa Innsæi á efnisveitunni Vimeo on demand um allan heim nema í Bandaríkjunum og Kanada eins og sakir standa. Svo er einnig hægt að leigja og kaupa myndina á streymisveitusvæði Amazon í þremur löndum; Bretlandi, Japan og Þýskalandi. Það er því ljóst að Innsæi er komin víða og þá er óhætt að segja að þær Kristín og Hrund hafa „meikað það“ með myndinni. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur, er himinlifandi með árangurinn. InnSæi verður tekin til sýninga á Netflix worldwide – eða á heimsvísu – þann 15. júlí næstkomandi. Það þýðir að myndin verður aðgengileg öllum áskrifendum Netflix-veitunnar í þeim 190 löndum þar sem hún er leyfð. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir myndina að fá þessa dreifingu um allan heim. Vandamálið við heimildarmyndir er oft að það er erfitt að nálgast þær á fljótlegan og þægilegan hátt fyrir áhorfendur. Netflix er með öflugan flokk heimildarmynda þannig að þeir sem hafa áhuga á myndum þar sem kafað er djúpt ofan í viðfangsefnið hafa úr nógu að velja. Að Innsæi verði ein af þeim myndum er mikill heiður fyrir okkur,“ segir Kristín hjá Klikk Productions um myndina Innsæi sem fjallar m.a. um álag og stress sem fylgir auknu upplýsingaflæði og hraðanum sem einkennir nútíma samfélag. Í myndinni er til dæmis fylgst með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt, með hjálp taugalíffræði og núvitundar, að takast á við mikið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Í myndinni koma einnig fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim Innsæis. „Við vorum frökk að gefa heimildarmynd íslenskt heiti sem enginn erlendis skilur og margir héldu að við myndum ekki geta selt hana á erlenda markaði. En hugtakið Innsæi virðist bara hafa vakið upp forvitni erlendis og virðist ekki spilla fyrir myndinni heldur þvert á móti veitir henni meðbyr. Innsæi er líka orð sem við viljum hefja upp því það er mjög fallegt og hefur margræða og djúpa merkingu eins og kemur fram í myndinni.“ Spurð út í hvort þessu stóra tækifæri fylgi ekki mikil vinna og ákveðið stress segir Kristín: „Í raun ekki, þetta er bara mikil viðurkenning og það eru greinilega margir um allan heim sem tengja við efnið. Netflix sér líka um alla framkvæmd sbr. að þýða á öll tungumálin og auglýsa myndina á veitunni sinni á hverju svæði fyrir sig,“ útskýrir Kristín sem er afar spennt.Kristín Ólafsdóttir vill hvetja fólk til að gefa innsæi sínu séns.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSAthugasemdir og „likes“ hrúgast inn Kristín áætlar að yfir 50.000 manns hafi núna séð Innsæi og þá er ótalið áhorf á Netflix sem veitan gefur ekki upp. Það gætu verið nokkrir tugir þúsunda í viðbót. „Rétt er að taka fram að langflestir eru erlendir áhorfendur. Viðbrögðin hafa verið mjög nærandi fyrir okkur öll sem unnum að myndinni. Fólk virðist bregðast sterkt við boðskap myndarinnar og eftir að hún var frumsýnd í Norður- og Suður-Ameríku vorum við að fá 350-400 athugasemdir og „likes“ á Facebook-síðuna okkar daglega. Síðan hafa fjölmargir áhorfendur sent okkur tölvupóst með áhugaverðum sögum þeirra og löngun til að kynna efni myndarinnar í sínu landi eða í sinni borg. Og við Hrund höfum ferðast um Evrópu og Ameríku með fyrirlestra um myndina. Háskólasamfélögin í Bandaríkjunum hafa líka sýnt myndinni mikinn áhuga.“ Spurð út í hvaða tilgang og tækifæri þær sjái í Innsæi segir Kristín: „Við viljum breiða út boðskap Innsæis um allan heim. Fá áhorfendur til að tengjast aftur við sitt innsæi í nútímasamfélagi þar sem hraði og stress ræður oft ríkjum. Við viljum minna fólk á að gefa innsæi sínu séns og leyfa því að vera með í stórum ákvörðunartökum í lífi okkar og starfi. Ekki einungis treysta bara á rökhugsun okkar.“„Við þurfum bæði innsæi og rökhugsun til að funkera rétt, þetta er eins og tveir ryþmar sem geta ekki verið án hvor annars. Við erum búin að einblína á rökhugsunina of lengi núna en við erum öll með hafsjó af visku innra með okkur. Nýtum hana og njótum hennar. Þá fyrst fær sköpunargleði okkar að njóta sín.“ En Netflix er ekki eina efnisveitan sem Klikk Productions hefur gert samning við í tengslum við Innsæi. Nú þegar er hægt að leigja og kaupa Innsæi á efnisveitunni Vimeo on demand um allan heim nema í Bandaríkjunum og Kanada eins og sakir standa. Svo er einnig hægt að leigja og kaupa myndina á streymisveitusvæði Amazon í þremur löndum; Bretlandi, Japan og Þýskalandi. Það er því ljóst að Innsæi er komin víða og þá er óhætt að segja að þær Kristín og Hrund hafa „meikað það“ með myndinni.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira