Fiðlusnillingur sem elskar dýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 10:15 Ragnhildur Sigurlaug hefur gaman af mörgu, meðal annars dýrunum á bænum. Hér er hún með lítinn kiðling. Mynd/Kristín H. Bergsdóttir Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu! Krakkar Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu!
Krakkar Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira