Sagður hafa hótað að brenna húsið og vinna barnabörnunum mein Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 21:26 Konan sagði manninn hafa hótað sér og fjölskyldunni lífláti. Vísir/Eyþór Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku mann sem sakaður var um að hafa brotist inn í hús, vopnaður hnífi, og hótað að brenna húsnæðið, vinna barnabörnum húsráðanda mein og henni sjálfri lífláti. Dómurinn sýknaði manninn meðal annars vegna gagnaskorts. Manninum var gefið að sök að hafa í heimildarleysi ruðst inn í húsið í febrúar í fyrra. Hann var meðal annars sagður hafa stungið hnífnum í kommóðu og blóðgað sjálfan sig að barni viðstöddu. Hann neitaði sök en sagðist kannast við að hafa komið á heimilið til að fá útskýringar á tiltekinni hegðun manns, sonar húsráðanda, því hann taldi hann hafa verið að fylgjast með sér og ógnað sér. Konan (húsráðandi) sagðist hafa verið ein heima með sonardætrum sínum tveimur þennan dag. Maðurinn hefði skyndilega komið inn í húsið, staðið í anddyrinu og haft í hótunum við hana. Hann hafi verið með hníf í höndunum og hótað að drepa alla fjölskylduna. Þá hafi hann stungið hnífnum fast í kommóðu og skorið sig við það. Hún sagði manninn hafa verið mjög æstan og ógnandi en að henni hafi tekist að koma honum út úr íbúðinni. Þá hafi hún hringt í son sinn sem óskaði eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa bankað og honum hleypt inn. Hann hafi sagt konunni að ef sonur hennar héldi ákveðinni hegðun áfram myndi hann fara til lögreglu eða dómstólaleiðina. Kvaðst hann ekki hafa séð nein börn inni í húsnæðinu – aðeins konuna. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa verið með hníf meðferðis en útilokaði ekki að hafa slegið síma sínum í skáp í anddyrinu, en upplýst var að gat var á kommóðunni. Þá liggur fyrir að blóðblettir voru á vettvangi en maðurinn sagðist hafa skorið sig á gleri við vinnu þennan sama dag. Ekki var lagt fram áverkavottorð vegna áverka hans né ljósmyndir af þeim. Þá var ekki tekin skýrsla af barninu og taldi dómurinn það því ekki liggja fyrir með óyggjandi hætti að barnið hafi orðið vitni af samskiptum mannanna. Maðurinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur til ríkissjóðs vegna brota á áfengislögum, en á heimili hans fundust fjórtán lítrar af heimatilbúnu áfengi, með 47 prósent áfengisinnihaldi.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira