Innlent

Þjóðarpúls: Sjálfstæðisflokkur og VG bera höfuð og herðar yfir aðra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. Vísir/Daníel
Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr stærsti flokkur landsins ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og greint er frá á vef RÚV. Hann mælist með rúmlega 29% fylgi en breytingar á fylgi flokka milli mánaða eru litlar og ná ekki að vera tölfræðilega marktækar.

Rétt eins og í síðustu könnunum eru Vinstri græn næst stærsti flokkur landsins og nýtur stuðnings 25% þjóðarinnar.

Næstur á eftir er Framsóknarflokkurinn með 11%, því næst Píratar með 10 og 8% segjast styðja Samfylkinguna.

Hinir ríkisstjórnarflokkarnir, Viðreisn og Björt framtíð, mælast með 5 og 6% stuðning. Þá segjast 5% styðja aðra flokka, þar af nær 3% Flokk fólksins og 1% Dögun.

„Um tíu prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og ríflega átta prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Rúmlega fjörutíu og eitt prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja ríkisstjórnina,“ segir á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×