Heiðar Austmann býr í draumaíbúðinni í Kópavogi Íslandsbanki kynnir 9. apríl 2017 22:00 Heiðar og dóttir hans fyrir framan draumaheimilið að Tröllakór. Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann keypti sér sína fyrstu íbúð 23 ára gamall með aðstoð föður síns. Sú íbúð varð þó of lítil þegar Heiðar eignaðist sitt fyrsta barn árið 2010. Heiðar leigði íbúðina út og nýtti síðan þá eign ásamt sölu á bíl til að eignast draumaheimilið að Tröllakór. „Árið 2001 skilja foreldrar mínir og eðlilega þá fóru þau í það að skipta upp eignum. Ég var orðinn nógu gamall til að standa á eigin fótum (fyrir löngu meira að segja) og því kom ekkert annað til greina en að kaupa mína fyrstu eign,“ segir Heiðar.Byrjaði í Lundabrekku „Fyrsta íbúðin mín var í Lundarbrekku í Kópavogi. Húsið var byggt í kringum 1970 og var upprunalega eldhúsið og baðherbergið orðið gamaldags en samt mjög töff. Þar sem ég hef búið nánast alla ævi í Kópavoginum vildi ég ekki fara langt og Lundarbrekkan var í raun og veru nálægt gamla góða æskuheimilinu. Faðir minn aðstoðaði mig við að eignast íbúðina með því að lána mér 800.000 kr. sem mig vantaði upp á kaupverðið, en ég tók tvö lán, stærra lánið frá Íbúðalánasjóði og svo viðbótarlán hjá Kópavogsbæ.“ Sú íbúð varð þó of lítil fyrir fjölskylduna þegar Eva dóttir Heiðars fæddist. „Ég leigði íbúðina í Lundarbrekku út eftir að hafa gert upp baðherbergið og notaði leigutekjurnar þar til að greiða fyrir leigu á stærri íbúð í Perlukór sem við fluttum í,“ segir Heiðar. Heiðar sýndi íbúðina í Lundabrekku í viðtali við DV í desember 2005.Stærri íbúð fyrir stærri fjölskyldu „Eftir þrjú ár á leigumarkaðinum var leigan orðin það há að það var orðið hagstæðara fyrir okkur að kaupa þannig að við seldum Lundarbrekkuna og fjármögnuðum þannig kaup á núverandi heimili fjölskyldunnar í Tröllakór. Þá vorum við Stefanie komin með annað barn og því þurfti stærri íbúð til að hýsa okkur fjögur. Auk þess áttum við Suzuki Grand Vitara eða „afa bíl“ eins og margir vinir mínir kölluðu hann sem við seldum til að fjármagna þau fasteignakaup. Íbúðin sem við búum í núna er draumaíbúðin okkar. Hún er rúmgóð og björt með fallegt útsýni. Svo erum við líka heppin með nágranna“ segir Heiðar sem nýlega fagnaði fertugsafmæli sínu.Þetta var saga Heiðars, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Lífið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið Krakkatían: Ber, forsetar og prinsessur Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Fleiri fréttir Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira
Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann keypti sér sína fyrstu íbúð 23 ára gamall með aðstoð föður síns. Sú íbúð varð þó of lítil þegar Heiðar eignaðist sitt fyrsta barn árið 2010. Heiðar leigði íbúðina út og nýtti síðan þá eign ásamt sölu á bíl til að eignast draumaheimilið að Tröllakór. „Árið 2001 skilja foreldrar mínir og eðlilega þá fóru þau í það að skipta upp eignum. Ég var orðinn nógu gamall til að standa á eigin fótum (fyrir löngu meira að segja) og því kom ekkert annað til greina en að kaupa mína fyrstu eign,“ segir Heiðar.Byrjaði í Lundabrekku „Fyrsta íbúðin mín var í Lundarbrekku í Kópavogi. Húsið var byggt í kringum 1970 og var upprunalega eldhúsið og baðherbergið orðið gamaldags en samt mjög töff. Þar sem ég hef búið nánast alla ævi í Kópavoginum vildi ég ekki fara langt og Lundarbrekkan var í raun og veru nálægt gamla góða æskuheimilinu. Faðir minn aðstoðaði mig við að eignast íbúðina með því að lána mér 800.000 kr. sem mig vantaði upp á kaupverðið, en ég tók tvö lán, stærra lánið frá Íbúðalánasjóði og svo viðbótarlán hjá Kópavogsbæ.“ Sú íbúð varð þó of lítil fyrir fjölskylduna þegar Eva dóttir Heiðars fæddist. „Ég leigði íbúðina í Lundarbrekku út eftir að hafa gert upp baðherbergið og notaði leigutekjurnar þar til að greiða fyrir leigu á stærri íbúð í Perlukór sem við fluttum í,“ segir Heiðar. Heiðar sýndi íbúðina í Lundabrekku í viðtali við DV í desember 2005.Stærri íbúð fyrir stærri fjölskyldu „Eftir þrjú ár á leigumarkaðinum var leigan orðin það há að það var orðið hagstæðara fyrir okkur að kaupa þannig að við seldum Lundarbrekkuna og fjármögnuðum þannig kaup á núverandi heimili fjölskyldunnar í Tröllakór. Þá vorum við Stefanie komin með annað barn og því þurfti stærri íbúð til að hýsa okkur fjögur. Auk þess áttum við Suzuki Grand Vitara eða „afa bíl“ eins og margir vinir mínir kölluðu hann sem við seldum til að fjármagna þau fasteignakaup. Íbúðin sem við búum í núna er draumaíbúðin okkar. Hún er rúmgóð og björt með fallegt útsýni. Svo erum við líka heppin með nágranna“ segir Heiðar sem nýlega fagnaði fertugsafmæli sínu.Þetta var saga Heiðars, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Lífið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið Krakkatían: Ber, forsetar og prinsessur Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Fleiri fréttir Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi „Bio-Kult er eitt af því sem er alltaf til á okkar heimili“ Bragi Páll og Bergþóra með hryllilega fyndnar hrekkjavökusögur Ný eldhúslína sem sækir innblástur í náttúruna Sprite Zero Klan gefur út SS pylsulagið í fullri lengd Tilkoma Neubria leikbreytir að sögn Bergsveins Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Um 12.000 manns hafa séð sýninguna Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði Þetta þurfum við í útihlaupin í vetur Osteostrong á erindi við alla aldurshópa Sprenghlægilegur gamanleikur frumsýndur í október í Þjóðleikhúsinu Fólk öðlast frelsi og hugarró og sumir jafnvel nýtt líf Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár Hefur tekið Nutrilenk í 20 ár og gæti ekki án þess verið Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Fallegur golfvöllur á sögulegum slóðum Aldrei haft jafn þykkt hár Eva Ruza skipuleggur húðrútínu sína með L´Oréal Paris Skemmtilegur golfvöllur umkringdur stórkostlegri náttúru Sjá meira