Post Malone með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 10:04 Malone á leiðinni til landsins. Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög