Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Kostnaður bæjarins var um 13 milljónir við bæði verkefnin. Mynd/Garðabær Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira