Votlendi endurheimt fyrir fugla og fólk Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Kostnaður bæjarins var um 13 milljónir við bæði verkefnin. Mynd/Garðabær Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Verkefnum Garðabæjar við endurheimt votlendis á tveimur svæðum á Álftanesi er lokið. Horft er til loftslagsmála en ekki síður á mikilvægi svæðanna vegna fjölbreytts fuglalífs og möguleika til útivistar. Frekari framkvæmdir Garðabæjar við endurheimt votlendis eru í farvatninu við Urriðavatn. Á dögunum lauk framkvæmdum við endurheimt votlendis á Álftanesi milli Kasthúsatjarnar og Jörvavegar. Verkefnið hófst formlega í lok ágúst og fólst í uppfyllingu 675 metra af skurðum. Að verkefninu komu Landgræðsla ríkisins og Toyota á Íslandi, auk bæjarins. Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, segir að áfram verði haldið. Samstarfi Garðabæjar við Toyota á Íslandi og Landgræðsluna verði haldið áfram, og endurheimt votlendis við Urriðavatn hafi orðið fyrir valinu. Spurð hvernig sveitarfélagið hafi hugsað nýtingu svæðanna eftir að framkvæmdum er lokið segir Jóna að hugmyndin sé að þau nýtist til útivistar og fuglaskoðunar.Jóna Sæmundsdóttir„Við Kasthúsatjörn er einstakt fuglalíf og við Bessastaðanes er varpsvæði æðarfugla. Það er okkur mikilvægt að allt yfirbragð bæjarlandsins sé aðlaðandi og hvetji til útivistar enda er stór hluti bæjarlandsins friðlýstur,“ segir Jóna og bætir við að votlendi sé mikilvægt búsvæði fugla og plantna og styðji þannig við líffræðilegan fjölbreytileika svæðana. Verkefnin falli mjög vel að nýútgefinni umhverfisstefnu Garðabæjar. Verkefnið tafðist fyrst um sinn vegna rigninga síðasta haust og vetur en áætlað var að ljúka framkvæmdinni fyrir komu farfugla á svæðið. Í framhaldinu munu sérfræðingur Landgræðslunnar og umhverfisstjóri Garðabæjar fylgjast með framvindu svæðisins, til dæmis hvernig og hve hratt votlendið grær eftir raskið. Á Álftanesi hefur nú verið endurheimt votlendi á tveimur svæðum; á Bessastaðanesi og við Kasthúsatjörn eins og áður segir. Umhverfis Kasthúsatjörn er mjög fjölskrúðugt fuglalíf, en umhverfi tjarnarinnar er friðlýstur fólkvangur. Endurheimt votlendisins við tjörnina er í raun stækkun á búsvæði fugla, votlendisgróðurs og annarra dýra. Kasthúsatjörn er þekkt meðal fuglaskoðara fyrir tíðar heimsóknir sjaldgæfra fugla og flækinga. En þá er ekki allt talið og segir í frétt á heimasíðu Garðabæjar að með verkefnunum sem nú er lokið hafi opnum skurðum á Álftanesi fækkað og það varði öryggi barna í nágrenninu, sem og annarra sem eiga leið um svæðið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, sagði við upphaf framkvæmda við Kasthúsatjörn að endurheimt votlendis væri stórt umhverfismál sem snerti alla og enn frekar uppvaxandi kynslóðir. „Með því er ekki aðeins dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda, sem er stórmál í sjálfu sér, heldur erum við einnig að vernda og styrkja fjölskrúðugt lífríki,“ sagði Gunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira