Fyrsta myndband Völvunnar: „Ég held að hin fullkomna píka sé bara manns eigin píka“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 22:38 Salka Sól velti vöngum um hina fullkomnu píku í myndbandi Völvunnar. vísir/skjáskot Málefni píkunnar voru rædd í fyrsta myndbandi Völvunnar. Völvan er hugarfóstur þeirra Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdóttur en markmið verkefnisins er að opna umræðuna um píkuna. Í myndbandinu ræddu viðmælendur um upplifun sinni af eigin píku, blæðingum, sjálfsfróun, kynlífi og kynfræðslu, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Vilja opna umræðuna um píkuna Viðmælendahópur Völvunnar var fjölbreyttur en jafnframt mátti greina nokkur landsþekkt andlit í hópnum. Salka Sól Eyfeld deildi meðal annars hugleiðingum sínum um hina fullkomnu píku. „Ég hef ekkert séð margar píkur. Við vitum ekkert hvernig píkur eiga að vera,“ sagði Salka Sól og bætti því við að hugmyndir okkar um hina fullkomnu píku væru vafalaust fengnar úr klámi. „Ég held að hin fullkomna píka sé bara manns eigin píka.“Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og Inga Björk Bjarnadóttir.vísir/stefán Sjálfsfróun bar einnig á góma en þær Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasdóttir ræddu um þá skömm sem sumir tengja við sjálfsfróun kvenna. Þær grínuðust með að sjálfsfróun karla ætti kannski öllu heldur að vera skömmustuleg athöfn. „Ætti ekki bara að vera meiri skömm í kringum það að sjálfsfróun þín endi með því að fullt af slímkenndum vökva gúlpast út úr þér?,“ velti Jóhanna Vala upp. Margrét Erla Maack talaði jafnframt um hugmyndir manna um hina fullkomnu píku og hvaðan þær koma. „Eins og svo rosalega margt, þá geta líkamspartar verið lýti. Mér finnst að hver og einn ætti að ákveða það fyrir sjálfan sig en hafa það í huga hvaðan hugmynd okkar um hinn fullkomna líkama kemur.“ Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um píkuna Þær Inga Björk Bjarnadóttir og Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir frumsýna á Loft Hostel í kvöld myndband sem þær gera undir merkjum Völvunnar, verkefnis sem byrjaði fyrir um ári síðan en fór almennilega af stað í desember síðastliðnum. 10. mars 2017 09:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Málefni píkunnar voru rædd í fyrsta myndbandi Völvunnar. Völvan er hugarfóstur þeirra Ingu Bjarkar Bjarnadóttur og Ingigerðar Bjarndísar Ágústsdóttur en markmið verkefnisins er að opna umræðuna um píkuna. Í myndbandinu ræddu viðmælendur um upplifun sinni af eigin píku, blæðingum, sjálfsfróun, kynlífi og kynfræðslu, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Vilja opna umræðuna um píkuna Viðmælendahópur Völvunnar var fjölbreyttur en jafnframt mátti greina nokkur landsþekkt andlit í hópnum. Salka Sól Eyfeld deildi meðal annars hugleiðingum sínum um hina fullkomnu píku. „Ég hef ekkert séð margar píkur. Við vitum ekkert hvernig píkur eiga að vera,“ sagði Salka Sól og bætti því við að hugmyndir okkar um hina fullkomnu píku væru vafalaust fengnar úr klámi. „Ég held að hin fullkomna píka sé bara manns eigin píka.“Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og Inga Björk Bjarnadóttir.vísir/stefán Sjálfsfróun bar einnig á góma en þær Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasdóttir ræddu um þá skömm sem sumir tengja við sjálfsfróun kvenna. Þær grínuðust með að sjálfsfróun karla ætti kannski öllu heldur að vera skömmustuleg athöfn. „Ætti ekki bara að vera meiri skömm í kringum það að sjálfsfróun þín endi með því að fullt af slímkenndum vökva gúlpast út úr þér?,“ velti Jóhanna Vala upp. Margrét Erla Maack talaði jafnframt um hugmyndir manna um hina fullkomnu píku og hvaðan þær koma. „Eins og svo rosalega margt, þá geta líkamspartar verið lýti. Mér finnst að hver og einn ætti að ákveða það fyrir sjálfan sig en hafa það í huga hvaðan hugmynd okkar um hinn fullkomna líkama kemur.“ Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um píkuna Þær Inga Björk Bjarnadóttir og Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir frumsýna á Loft Hostel í kvöld myndband sem þær gera undir merkjum Völvunnar, verkefnis sem byrjaði fyrir um ári síðan en fór almennilega af stað í desember síðastliðnum. 10. mars 2017 09:00 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Vilja opna umræðuna um píkuna Þær Inga Björk Bjarnadóttir og Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir frumsýna á Loft Hostel í kvöld myndband sem þær gera undir merkjum Völvunnar, verkefnis sem byrjaði fyrir um ári síðan en fór almennilega af stað í desember síðastliðnum. 10. mars 2017 09:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög