Marsspá Siggu Kling – Ljónið: Þú munt svo sannarlega sjá hverjir eru þínir vinir 3. mars 2017 09:00 Elsku dásamlega ljón, þú hefur alltaf eitthvað að segja og eitthvað til málanna að leggja. Það sem mun gefa þér blessun þennan mánuð er að vera ekki of einstrengingslegt og samskipti snúast ekki um það að eiga síðasta orðið. Auðvitað er það alveg á hreinu að þú ert gáfaðri en flestir en það gerir ekkert fyrir þig ef þú kannt ekki að efla tengslanet þitt og hafa virkni í kringum þig í sambandi við það. Þið eruð mörg þarna úti sem eruð á miklu flugi og fólk vill hjálpa þér en það þarf þá að vita hvað það á að gera. Ef alheimurinn ætti að senda þér einhver skilaboð þá eru þau að þú skalt hringja í að minnsta kosti tíu aðila sem þér tengjast án þess að vera að biðja um eitthvað. Þú ert í uppgjöri við lífið í kringum þig og þú átt eftir að taka þá ákvörðun að þú sért ósigrandi. En það gerist bara með hjálp hinna dýranna í skóginum. Það er svo dásamlegt í ástinni að þú leggur þig allan fram við að ná í þann sem þú elskar, en átt það til að hætta og missa áhugann þegar þér finnst þú hafa náð tökunum. Kraftur ástarinnar er inni í stjörnumerkinu þínu núna svo að hún eflir góða ást en sprengir vonda, og það er eðli ástarinnar. Þú munt svo sannarlega sjá hverjir eru þínir vinir, þegar þú skoðar það tímabil sem að þú ert að fara inn í. Þar sem þú ert svo mögnuð persóna og hjarta þitt fullt af eldi getur þú auðveldlega brennt bæði þig og aðra. Núna hefur þú tækifæri til að fara í frelsið og friðinn með þessu fágætu og fallegu vinum sem umkringja þig, en til að það verði útkoman þá þarft þú að sýna þakklæti, því að þú ert búið að fara yfir magnaða tíma sem eru margir sigrar í og þú þarft að læra að meta og þú ert að fara í ár eða tímabil sem breytir svo mörgu og gefur þér miklu litskrúðugri ævintýri sem birtast þér sérstaklega þegar þú sérð að þú getur verið svo glaður yfir því sem þú hefur. Gleði skapar meiri gleði og þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú átt eftir að sjá hversu heillandi þú getur verið og haft þau áhrif á fólk, en það gerist bara ef þú vilt það. Ég veit að þessi spá er mjög tilfinningarík og nú skiptir öllu að beina tilfinningum sínum í áttina til kærleikans, en orðið kærleikur er ekki einu sinni til í ensku tungumáli heldur er það þýtt sem orðið love eða ást. Svo að með ástinni sigrið þið það er eina vopnið sem dugar. Mottó: All you need is love.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Elsku dásamlega ljón, þú hefur alltaf eitthvað að segja og eitthvað til málanna að leggja. Það sem mun gefa þér blessun þennan mánuð er að vera ekki of einstrengingslegt og samskipti snúast ekki um það að eiga síðasta orðið. Auðvitað er það alveg á hreinu að þú ert gáfaðri en flestir en það gerir ekkert fyrir þig ef þú kannt ekki að efla tengslanet þitt og hafa virkni í kringum þig í sambandi við það. Þið eruð mörg þarna úti sem eruð á miklu flugi og fólk vill hjálpa þér en það þarf þá að vita hvað það á að gera. Ef alheimurinn ætti að senda þér einhver skilaboð þá eru þau að þú skalt hringja í að minnsta kosti tíu aðila sem þér tengjast án þess að vera að biðja um eitthvað. Þú ert í uppgjöri við lífið í kringum þig og þú átt eftir að taka þá ákvörðun að þú sért ósigrandi. En það gerist bara með hjálp hinna dýranna í skóginum. Það er svo dásamlegt í ástinni að þú leggur þig allan fram við að ná í þann sem þú elskar, en átt það til að hætta og missa áhugann þegar þér finnst þú hafa náð tökunum. Kraftur ástarinnar er inni í stjörnumerkinu þínu núna svo að hún eflir góða ást en sprengir vonda, og það er eðli ástarinnar. Þú munt svo sannarlega sjá hverjir eru þínir vinir, þegar þú skoðar það tímabil sem að þú ert að fara inn í. Þar sem þú ert svo mögnuð persóna og hjarta þitt fullt af eldi getur þú auðveldlega brennt bæði þig og aðra. Núna hefur þú tækifæri til að fara í frelsið og friðinn með þessu fágætu og fallegu vinum sem umkringja þig, en til að það verði útkoman þá þarft þú að sýna þakklæti, því að þú ert búið að fara yfir magnaða tíma sem eru margir sigrar í og þú þarft að læra að meta og þú ert að fara í ár eða tímabil sem breytir svo mörgu og gefur þér miklu litskrúðugri ævintýri sem birtast þér sérstaklega þegar þú sérð að þú getur verið svo glaður yfir því sem þú hefur. Gleði skapar meiri gleði og þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú átt eftir að sjá hversu heillandi þú getur verið og haft þau áhrif á fólk, en það gerist bara ef þú vilt það. Ég veit að þessi spá er mjög tilfinningarík og nú skiptir öllu að beina tilfinningum sínum í áttina til kærleikans, en orðið kærleikur er ekki einu sinni til í ensku tungumáli heldur er það þýtt sem orðið love eða ást. Svo að með ástinni sigrið þið það er eina vopnið sem dugar. Mottó: All you need is love.Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira