Segir nýtt húsnæðisbótakerfi ýta undir svarta atvinnu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. mars 2017 14:57 Ásta Hafberg, talsmaður Leigjendasamtakanna, gagnrýnir nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekið var í gagnið nú um áramótin og segir það ýta undir svarta atvinnu og auka hættu á að fólk festist í fátæktargildru á leigumarkaði. Húsnæðisbótakerfið tók við af gamla leigubótakerfinu en samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi eru húsnæðisbæturnar tekjutengdar þannig að upphæðin sem leigjandinn fær getur sveiflast til milli mánuða. Þessar breytingar eru hluti af húsnæðisáætlun Eyglóar Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um að koma til móts við fólk á leigumarkaði en töluverð umræða hefur verið um stöðu þeirra með hækkandi fasteigna- og leiguverði undanfarin ár. Ásta sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nú þegar komin sé nokkurra mánaða reynsla á nýja kerfið hafi komið í ljós að margir leigjendur á almennum markaði séu að fá lægri bætur en í gamla kerfinu. Hún segir að húsnæðisbætur eigi vitaskuld að vera tekjutengdar en gagnrýnir aftur á móti að tekjutengingin miði við hver mánaðarmót í stað þess að fastar bætur séu reiknaðar út árlega líkt og í gamla kerfinu. „Ég held að það sem sé að koma fólki á óvart núna sé að tekjutengingin sé mánaðarleg. Það þýðir kannski að einn mánuðinn einn mánuðinn færðu meira en hinn mánuðinn færðu minna.“Refsað fyrir að vinna meiraMeð þessu segir Ásta að verið sé að refsa leigjendum fyrir það að vinna meira. Ef tekjurnar hækka einn mánuðinn jafnist það út þar sem húsnæðisbæturnar lækki á móti. „Okkur hefur núna tekist að búa til enn eitt kerfið á Íslandi sem gerir það að verkum að fólk sækir í svarta vinnu. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru þegar það fer að harðna á dalnum, þá fer fólk að sækja í svarta vinnu.“ Þannig verði til fátæktargildra leigjenda og enn erfiðara verði fyrir þá að safna fyrir útborgun í íbúð. „Þú getur ekki safnað pening, þú getur ekki komið þér út úr leigustíflunni. Það getur hreinlega ekki verið takmark miðað við hvernig húsnæðismarkaðurinn er í dag að halda fólki í svona gildru ævilangt.“ Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ásta Hafberg, talsmaður Leigjendasamtakanna, gagnrýnir nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekið var í gagnið nú um áramótin og segir það ýta undir svarta atvinnu og auka hættu á að fólk festist í fátæktargildru á leigumarkaði. Húsnæðisbótakerfið tók við af gamla leigubótakerfinu en samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi eru húsnæðisbæturnar tekjutengdar þannig að upphæðin sem leigjandinn fær getur sveiflast til milli mánuða. Þessar breytingar eru hluti af húsnæðisáætlun Eyglóar Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um að koma til móts við fólk á leigumarkaði en töluverð umræða hefur verið um stöðu þeirra með hækkandi fasteigna- og leiguverði undanfarin ár. Ásta sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nú þegar komin sé nokkurra mánaða reynsla á nýja kerfið hafi komið í ljós að margir leigjendur á almennum markaði séu að fá lægri bætur en í gamla kerfinu. Hún segir að húsnæðisbætur eigi vitaskuld að vera tekjutengdar en gagnrýnir aftur á móti að tekjutengingin miði við hver mánaðarmót í stað þess að fastar bætur séu reiknaðar út árlega líkt og í gamla kerfinu. „Ég held að það sem sé að koma fólki á óvart núna sé að tekjutengingin sé mánaðarleg. Það þýðir kannski að einn mánuðinn einn mánuðinn færðu meira en hinn mánuðinn færðu minna.“Refsað fyrir að vinna meiraMeð þessu segir Ásta að verið sé að refsa leigjendum fyrir það að vinna meira. Ef tekjurnar hækka einn mánuðinn jafnist það út þar sem húsnæðisbæturnar lækki á móti. „Okkur hefur núna tekist að búa til enn eitt kerfið á Íslandi sem gerir það að verkum að fólk sækir í svarta vinnu. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru þegar það fer að harðna á dalnum, þá fer fólk að sækja í svarta vinnu.“ Þannig verði til fátæktargildra leigjenda og enn erfiðara verði fyrir þá að safna fyrir útborgun í íbúð. „Þú getur ekki safnað pening, þú getur ekki komið þér út úr leigustíflunni. Það getur hreinlega ekki verið takmark miðað við hvernig húsnæðismarkaðurinn er í dag að halda fólki í svona gildru ævilangt.“
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira