Hjónin í World Class byggja á Arnarnesi Benedikt bóas Hinriksson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Lóðin við Haukanes 22 er með stórkostlegt útsýni út Skerjafjörðinn. Lítið er byrjað að gera á lóðinni. Þó er búið að steypa grunn. vísir/anton brink World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira