Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu

Anton Egilsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að fáeinir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

Þetta er í annað skipti um helgina sem að jarðskjálfti mælist í Bárðarbungu en skjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskju í Vatnajökli aðfaranótt laugardags.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.