Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2017 13:45 New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00
Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41