Gæti tekið allt að tuttugu ár að flytja Fiskistofu norður Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2017 06:00 Höfuðstöðvar Fiskistofu voru áður í Hafnarfirði. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem ákvað að flytja stofnunina. vísir/valli Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það hafa verið vanhugsaða ákvörðun að flytja Fiskistofu frá höfuðborginni til Akureyrar. Þorgerður gerir þó ekki ráð fyrir að þeirri ákvörðun verði snúið við úr því sem komið er. „Miklu frekar þarf að tryggja að þessi flutningur styðji við Fiskistofu og verði ekki til að draga úr starfseminni,“ segir hún. Þorgerður leggur gríðarlega áherslu á að Fiskistofa geti sinnt hlutverki sínu. „Við erum með öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þarf stofnanir sem virka,“ segir hún.Eyþór Björnsson forstjóri FiskistofuEyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu, fluttist til Akureyrar sumarið 2015, eftir að ákvörðun um flutning var tekin. Hann hófst strax handa við að ráða starfsmenn og eru þeir núna orðnir þrettán á skrifstofunni fyrir norðan, auk þriggja eftirlitsmanna. Þá flutti stofnunin inn í nýtt húsnæði á Akureyri í september og er með leigusamning til tíu ára. „Þannig að við erum búin að koma okkur fyrir til næsta áratugar. Varðandi áframhaldið þá ræðst það af starfsmannaveltu fyrir sunnan,“ segir Eyþór. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru 27 auk 12 eftirlitsmanna. „Og mér sýnist á öllu að við verðum alltaf með 20 manna starfsstöð þótt flutningurinn verði afstaðinn eftir 10, 15 eða 20 ár,“ segir Eyþór. Hluti starfanna, til dæmis sá sem tilheyrir upplýsingatæknisviði, geti aldrei flutt norður. Eyþór telur að það hafi gengið vel að laga stofnunina að breyttum aðstæðum. En það geti komið upp vandamál þegar stofnunin þarf að vera í samskiptum við aðila á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis ráðuneytið, sem hafi ekki búnað til þess halda almennilega fjarfundi. „Það er kannski svolítið einkennilegt að ráðuneytið yfir málaflokknum skuli ekki vera í stakk búið til þess að eiga fjarfundi við stofnanir. Því bæði Fiskistofa og Matvælastofnun heyra undir þetta ráðuneyti. Líka Byggðastofnun sem er á Sauðárkróki,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs er mjög sérstakt að ráðuneytið sem er yfir þessum landsbyggðarstofnunum skuli ekki hafa búnað til að eiga góða fjarfundi. Það kosti bæði tíma og peninga að ferðast á milli staða. Höfuðstöðvar Fiskistofu voru fluttar 1. janúar 2016. Eyþór segir að stofnunin hafi ferðakostnað ekki sundurliðaðan eftir áfangastöðum en sér sýnist sem þessi kostnaðarliður hafi hækkað um 10,5 milljónir frá 2015 til 2016. Samkvæmt ársskýrslu var aksturs-, dvalar- og ferðakostnaður stofnunarinnar 43,6 milljónir árið 2015. Þorgerður Katrín segir málið með fjarfundabúnaðinn vera eitt merki þess að ákvörðun um flutning Fiskistofu hafi verið tekin án þess að málið væri hugsað til enda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41 Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24 Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Fiskistofa flytur í bráðabirgðahúsnæði á Akureyri Fiskistofa flytur tímabundið í Borgir á Norðurslóð 4 á Akureyri. 17. september 2015 16:41
Framlög til Fiskistofu lækka um tæpar 150 milljónir Lækkun á framlögum til Fiskistofu skýrist helst á því að tímabundnir styrkir vegna flutninga ganga til baka. 8. september 2015 14:24
Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður fiskistofustjóri segir að það muni taka tvö til þrjú ár til viðbótar að ná flugi aftur. 17. ágúst 2016 19:15