Stressið kom upp um Þjóðverja sem fékk þrjú ár fyrir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2017 14:45 Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg. Sylvio Richter, tæplega fertugur Þjóðverji, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann reyndi sunnudaginn 22. janúar að smygla tveimur kílóum af kókaíni, að styrkleika 87%, til landsins. Richter var tekinn í skyndiskoðun hjá tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem vakti mikla athygli hve stressaður hann var. Þegar hann var beðinn um að framvísa skilríkjum átti hann erfitt með að ná þeim úr veskinu, svo mikið var stressið. Gaf það tilefni til frekari skoðunar, að sögn aðalvarðstjóra í greiningardeild tollgæslu, þar sem í ljós kom fyrrnefnd tvö kíló af kókaíni voru falin í fölskum botni ferðatösku hans.Þriðja heimsóknin á nokkrum mánuðum Maðurinn sagðist hafa verið atvinnulaus verktaki í leit að verkefni á Íslandi. Sagðist hann hafa komið áður til landsins en mundi ekki nákvæmlega hvenær. Hann sagðist standa í skuld við Tyrkja nokkurn og hefði þurft að flytja töskuna til Íslands til að standa í skilum fyrir vin sinn. Hann neitaði að hafa vitað af fíkniefnunum í töskunni. Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg, að sögn mannsins, en þar ætti hann von á símtali á ákveðnum tíma. Símanum var aldrei hringt en lögregla fylgdist með fyrirhugaðri afhendingu úr felum. Hvorki var hringt í Richter né nálgaðist nokkur maður hann. Við nánari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að Richter kom tvívegis áður til Íslands árið 2016 í um viku ferðir. Greiddi hann á fjórða hundrað þúsund krónur fyrir gistingu og veitingar í ferðum sínum. Þótti því fátt benda til þess að hann væri atvinnulaus og með litla peninga á milli handanna. Þá þótti renna stoðum undir það að Richter vissi af fíkniefnunum að leifar af kókaíni fannst á fartölvu hans. „Ýmislegt bendir til þess að ákærði hafi verið annað og meira en svokallað burðardýr,“ segir í dómnum.Ekkert samræmi í frásögninni „Ákærði bókaði sjálfur flugferð sína og ferðaðist á fyrsta farrými. Þá bókaði hann sjálfur gistingu sem var mjög dýr. Ákærði kveðst hafa verið atvinnulaus áður en hann kom til landsins og árstekjur hans hafi verið um 30.000 evrur. Ferðir hans hingað til lands og ferðakostnaður er í engu samræmi við þá frásögn ákærða. Við rannsókn á síma ákærða kom í ljós að hann hafði verið í sambandi við þrjá erlenda aðila daginn fyrir og daginn sem hann kom hingað til lands en ekki hefur tekist að upplýsa hvort og hvaða tengsl þessir aðilar hafa við málið.“ Var refsing hans ákveðin þrjú ár í ljósi þess hve magn kókaíns var mikið og um afar sterkt efni að ræða. Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Sylvio Richter, tæplega fertugur Þjóðverji, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann reyndi sunnudaginn 22. janúar að smygla tveimur kílóum af kókaíni, að styrkleika 87%, til landsins. Richter var tekinn í skyndiskoðun hjá tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem vakti mikla athygli hve stressaður hann var. Þegar hann var beðinn um að framvísa skilríkjum átti hann erfitt með að ná þeim úr veskinu, svo mikið var stressið. Gaf það tilefni til frekari skoðunar, að sögn aðalvarðstjóra í greiningardeild tollgæslu, þar sem í ljós kom fyrrnefnd tvö kíló af kókaíni voru falin í fölskum botni ferðatösku hans.Þriðja heimsóknin á nokkrum mánuðum Maðurinn sagðist hafa verið atvinnulaus verktaki í leit að verkefni á Íslandi. Sagðist hann hafa komið áður til landsins en mundi ekki nákvæmlega hvenær. Hann sagðist standa í skuld við Tyrkja nokkurn og hefði þurft að flytja töskuna til Íslands til að standa í skilum fyrir vin sinn. Hann neitaði að hafa vitað af fíkniefnunum í töskunni. Afhending töskunnar átti að fara fram fyrir utan Hótel Borg, að sögn mannsins, en þar ætti hann von á símtali á ákveðnum tíma. Símanum var aldrei hringt en lögregla fylgdist með fyrirhugaðri afhendingu úr felum. Hvorki var hringt í Richter né nálgaðist nokkur maður hann. Við nánari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að Richter kom tvívegis áður til Íslands árið 2016 í um viku ferðir. Greiddi hann á fjórða hundrað þúsund krónur fyrir gistingu og veitingar í ferðum sínum. Þótti því fátt benda til þess að hann væri atvinnulaus og með litla peninga á milli handanna. Þá þótti renna stoðum undir það að Richter vissi af fíkniefnunum að leifar af kókaíni fannst á fartölvu hans. „Ýmislegt bendir til þess að ákærði hafi verið annað og meira en svokallað burðardýr,“ segir í dómnum.Ekkert samræmi í frásögninni „Ákærði bókaði sjálfur flugferð sína og ferðaðist á fyrsta farrými. Þá bókaði hann sjálfur gistingu sem var mjög dýr. Ákærði kveðst hafa verið atvinnulaus áður en hann kom til landsins og árstekjur hans hafi verið um 30.000 evrur. Ferðir hans hingað til lands og ferðakostnaður er í engu samræmi við þá frásögn ákærða. Við rannsókn á síma ákærða kom í ljós að hann hafði verið í sambandi við þrjá erlenda aðila daginn fyrir og daginn sem hann kom hingað til lands en ekki hefur tekist að upplýsa hvort og hvaða tengsl þessir aðilar hafa við málið.“ Var refsing hans ákveðin þrjú ár í ljósi þess hve magn kókaíns var mikið og um afar sterkt efni að ræða. Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira