Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 14:46 Nesta Carter, Usain Bolt og strákarnir fagna eftir Ólympíusigurinn í Ríó í fyrra. Þeir halda þeim gullverðlaunum. vísir/getty Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira
Jamaíski spretthlauparinn Nesta Carter hefur verið sviptur ólympíugullinu sem hann vann í 4x100 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það sama gildir um alla sveitina eins og reglur kveða á um en það þýðir að Usain Bolt missir ein af níu ólympíugullverðlaunum sínum. Örvandi lyf sem heitir Methylhexanamine fannst í lyfsýni Nesta Carter en það var eitt af 454 frosnum sýnum frá leikunum 2008 í Peking sem voru endurskoðuð með nýjustu tækni á síðustu vikum og mánuðum. Auk Carter og Bolt voru í sveitinni þeir Asafa Powell og Michael Frater en þeir komu fyrstir í mark á 37,10 sekúndum og settu heimsmet. Sveit Trínidad og Tóbagó hafnaði í öðru sæti en fær nú gullið frá Jamaíku. Nesta Carter hefur í mörg ár verið lykilmaður í 4x100 metra sveit Jamaíka en hann fékk einnig gull í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 og á HM 2011, 2013 og 2015. Nú er spurning hvort önnur sýni hans verði skoðuð. Usain Bolt vann 100 og 200 metra hlaupin auk þess að vera í sigursveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Þetta var kallað þreföld þrenna Bolts en hún er nú að engu orðin þar sem gullverðlaunin sem einu sinni voru níu eru orðin átta frá og með deginum í dag.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sjá meira