Lífið

Bestu leikarar landsins leika í fermingarboðskorti: „Það myndi ekki drepa þig að setja smá Everest í þetta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það vilja allir mæta til Bjarka.
Það vilja allir mæta til Bjarka.
Gamanþættirnir Steypustöðin hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið fyrir viku en um er að ræða einskonar sketsaþætti. Þátturinn í kvöld hefst klukkan 21:20.

Í kvöld verður annar þáttur í seríunni en með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.

Fyrsti þátturinn var í opinni dagskrá og fékk hann mjög góðar viðtökur ef marka má samfélagsmiðlana og þá sérstaklega Twitter.

Eitt atriði í síðasta þætti vakti mikla lukku en þá lék Auðunn Blöndal mann sem fékk þá Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson og Hilmar Snæ til að leika í boðskorti fyrir fermingarveislu. Þetta heppnaðist heldur betur vel.

Til að byrja með voru leikararnir ósáttir við hegðun leikstjórans en þegar leið á tökur sættust þeir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×