Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2017 06:30 Jón Daði Böðvarsson stýrði víkingaklappinu fræga eftir frækinn sigur Wolves á Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina. Jón Daði spilaði síðustu 19 mínútur leiksins, lét vel að sér kveða og var í tvígang nálægt því að skora. vísir/getty Fastlega má reikna með að stuðningsmenn Liverpool vilji aldrei heyra víkingaklappið fræga aftur eftir tvo ósigra í röð fyrir Íslendingaliðum. Stuðningsmenn Wolves fetuðu í fótspor stuðningsmanna Swansea og fögnuðu vel og innilega í leikslok undir styrkri stjórn Jóns Daða Böðvarssonar eftir frækinn sigur liðsins á Liverpool í fjórðu umferð FA-bikarsins um helgina. Líkt og gegn Swansea bjuggust fáir við ósigri Liverpool um helgina en heimaliðið átti fá svör við öguðu og gríðarlega vel skipulögðu liði gestanna. Paul Lambert, stjóri Wolves, stýrði liði sínu af mikilli festu og átti keppinautur hans, Jürgen Klopp, fá svör við varnarleik Wolves. Það tók Liverpool um klukkustund að hitta rammann og fyrir utan uppbótarmark Divock Origi undir lok leiksins átti Liverpool engin teljandi færi.Öflug innkoma Jóns Daða Það voru liðnar 70 mínútur þegar Jón Daði fékk að spreyta sig. Hann fór beint í fremstu víglínu og fékk það hlutverk að létta á þrýstingnum sem lá á vörn Wolves undir lok leiksins. Óhætt er að segja að Jón Daði hafi unnið fyrir kaupi sínu en varnarmenn Liverpool fengu enga hvíld með Selfyssinginn á hælum sér. Litlu munaði að Jón Daði fetaði í fótspor Gylfa Sigurðssonar og kláraði leikinn fyrir gestina á Anfield en hann fékk tvö góð færi til að skora þriðja mark Wolves. Það síðara bjó hann til upp úr þurru með ekkert nema áræðið að vopni. Djöflaðist hann inn í teiginn án aðstoðar frá liðsfélögum sínum og aðeins löppin á Lucas Leiva kom í veg fyrir að Jón Daði ætti minningu sem hefði enst honum út ævina.Jón Daði í baráttu við Loris Karius, markvörð Liverpool.vísir/gettyVinsæll þrátt fyrir markaþurrð Það er augljóst að Jón Daði, eða Bod líkt og stuðningsmenn Wolves kalla hann, er mjög vinsæll meðal þeirra. Um sex þúsund stuðningsmenn gestanna yfirgnæfðu Anfield með söngvum um Jón Daða er hann kom inn á og í hvert skipti sem hann létti á þungri pressu heimamanna með því að halda boltanum í fremstu víglínu fékk hið fræga „húh“ að hljóma. Mörkin hafa þó látið á sér standa í vetur eftir frábæra byrjun hjá Jóni Daða sem skoraði tvö mörk í ágúst. Síðan hefur Jón Daði tekið þátt í 25 leikjum án þess að skora mark. Framherjar sem ekki skora mörk eiga sjaldnast upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum en það andstæða virðist eiga við um Jón Daða og stuðningsmenn Wolves. Ástæðan er einföld líkt og stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja enda gefur Jón Daði allt sitt inn á vellinum. Það er eitthvað sem stuðningsmenn elska, sérstaklega þeir ensku, og það er hægt að fyrirgefa framherjum ýmislegt ef þeir vinna fyrir liðið sitt á öðrum vígstöðvum, líkt og Jón Daði gerir svo vel. „Sýndi nákvæmlega hvernig á að leiða framlínuna og átti skilið að skora. Ef hann væri markamaskína spilaði hann hvern einasta leik en í augnablikinu er hann samt besti kosturinn í framlínunni,“ skrifaði einn stuðningsmanna Wolves um Jón Daða á spjallborði þeirra eftir sigurinn á Anfield.Ráða ekki við leikjaálagið Tapið fyrir Wolves kórónaði afleitan janúar hjá Liverpool sem hefur aðeins unnið einn leik af átta, gegn Plymouth í þriðju umferð FA-bikarsins. Ólíkt undanförnum mánuðum hefur Liverpool mátt þola það að spila leiki á 3-5 daga fresti allan janúar. Klopp hefur reynt að halda mönnum ferskum með því að hvíla lykilmenn. Það hefur ekki gengið upp og er Liverpool nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea og dottið út úr báðum bikarkeppnunum með aðeins 78 klukkustunda millibili. Ákveðin krísa virðist hafa myndast á Anfield þar sem setja má stórt spurningarmerki við breiddina sem Liverpool býr yfir. Liðið virðist ekki þola álagið sem felst í því að leika á 3-5 daga fresti viku eftir viku, eitthvað sem öll topplið verða að geta ráðið við ætli þau sér stóra hluti. Til þess að bæta gráu ofan á svart virðast stjórar Swansea og Wolves hafa fundið hina fullkomnu leið til þess að núlla út leikskipulag Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. Liðin hafa einbeitt sér að því að beina öllu spili Liverpool inn á miðju vallarins þar sem þau hafa komið fyrir þéttum pakka og þannig náð að stífla allan sóknarleik liðsins.Fjarvera Manés hefur sett stórt strik í reikning Liverpool.vísir/gettyMissir að Mané Ljóst er að liðið hefur mjög saknað Senegalans Sadio Mané sem verið hefur fjarverandi í janúar vegna Afríkukeppninnar. Mané sá sjálfur um að skjóta Senegal út úr keppninni um helgina og gæti komið inn í liðið fyrir stórleikinn gegn Chelsea í vikunni . Mané er ólíkur samherjum sínum að því leyti að hann vill halda sig á kantinum og gæti því breytt flötum sóknarleik Liverpool. Hvort endurkoma Mané dugi Liverpool, sem aðeins hefur sigrað í einum af síðustu átta leikjum liðsins, til að snúa genginu við verður að koma í ljós. Erfitt getur reynst fyrir lið að komast upp úr slíku hjólfari og ljóst að mikil pressa er á hinum snjalla Þjóðverja, Jürgen Klopp, að sýna hvað í honum býr, þannig að enn eitt tímabilið fari ekki í vaskinn á Anfield. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Fastlega má reikna með að stuðningsmenn Liverpool vilji aldrei heyra víkingaklappið fræga aftur eftir tvo ósigra í röð fyrir Íslendingaliðum. Stuðningsmenn Wolves fetuðu í fótspor stuðningsmanna Swansea og fögnuðu vel og innilega í leikslok undir styrkri stjórn Jóns Daða Böðvarssonar eftir frækinn sigur liðsins á Liverpool í fjórðu umferð FA-bikarsins um helgina. Líkt og gegn Swansea bjuggust fáir við ósigri Liverpool um helgina en heimaliðið átti fá svör við öguðu og gríðarlega vel skipulögðu liði gestanna. Paul Lambert, stjóri Wolves, stýrði liði sínu af mikilli festu og átti keppinautur hans, Jürgen Klopp, fá svör við varnarleik Wolves. Það tók Liverpool um klukkustund að hitta rammann og fyrir utan uppbótarmark Divock Origi undir lok leiksins átti Liverpool engin teljandi færi.Öflug innkoma Jóns Daða Það voru liðnar 70 mínútur þegar Jón Daði fékk að spreyta sig. Hann fór beint í fremstu víglínu og fékk það hlutverk að létta á þrýstingnum sem lá á vörn Wolves undir lok leiksins. Óhætt er að segja að Jón Daði hafi unnið fyrir kaupi sínu en varnarmenn Liverpool fengu enga hvíld með Selfyssinginn á hælum sér. Litlu munaði að Jón Daði fetaði í fótspor Gylfa Sigurðssonar og kláraði leikinn fyrir gestina á Anfield en hann fékk tvö góð færi til að skora þriðja mark Wolves. Það síðara bjó hann til upp úr þurru með ekkert nema áræðið að vopni. Djöflaðist hann inn í teiginn án aðstoðar frá liðsfélögum sínum og aðeins löppin á Lucas Leiva kom í veg fyrir að Jón Daði ætti minningu sem hefði enst honum út ævina.Jón Daði í baráttu við Loris Karius, markvörð Liverpool.vísir/gettyVinsæll þrátt fyrir markaþurrð Það er augljóst að Jón Daði, eða Bod líkt og stuðningsmenn Wolves kalla hann, er mjög vinsæll meðal þeirra. Um sex þúsund stuðningsmenn gestanna yfirgnæfðu Anfield með söngvum um Jón Daða er hann kom inn á og í hvert skipti sem hann létti á þungri pressu heimamanna með því að halda boltanum í fremstu víglínu fékk hið fræga „húh“ að hljóma. Mörkin hafa þó látið á sér standa í vetur eftir frábæra byrjun hjá Jóni Daða sem skoraði tvö mörk í ágúst. Síðan hefur Jón Daði tekið þátt í 25 leikjum án þess að skora mark. Framherjar sem ekki skora mörk eiga sjaldnast upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum en það andstæða virðist eiga við um Jón Daða og stuðningsmenn Wolves. Ástæðan er einföld líkt og stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja enda gefur Jón Daði allt sitt inn á vellinum. Það er eitthvað sem stuðningsmenn elska, sérstaklega þeir ensku, og það er hægt að fyrirgefa framherjum ýmislegt ef þeir vinna fyrir liðið sitt á öðrum vígstöðvum, líkt og Jón Daði gerir svo vel. „Sýndi nákvæmlega hvernig á að leiða framlínuna og átti skilið að skora. Ef hann væri markamaskína spilaði hann hvern einasta leik en í augnablikinu er hann samt besti kosturinn í framlínunni,“ skrifaði einn stuðningsmanna Wolves um Jón Daða á spjallborði þeirra eftir sigurinn á Anfield.Ráða ekki við leikjaálagið Tapið fyrir Wolves kórónaði afleitan janúar hjá Liverpool sem hefur aðeins unnið einn leik af átta, gegn Plymouth í þriðju umferð FA-bikarsins. Ólíkt undanförnum mánuðum hefur Liverpool mátt þola það að spila leiki á 3-5 daga fresti allan janúar. Klopp hefur reynt að halda mönnum ferskum með því að hvíla lykilmenn. Það hefur ekki gengið upp og er Liverpool nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea og dottið út úr báðum bikarkeppnunum með aðeins 78 klukkustunda millibili. Ákveðin krísa virðist hafa myndast á Anfield þar sem setja má stórt spurningarmerki við breiddina sem Liverpool býr yfir. Liðið virðist ekki þola álagið sem felst í því að leika á 3-5 daga fresti viku eftir viku, eitthvað sem öll topplið verða að geta ráðið við ætli þau sér stóra hluti. Til þess að bæta gráu ofan á svart virðast stjórar Swansea og Wolves hafa fundið hina fullkomnu leið til þess að núlla út leikskipulag Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. Liðin hafa einbeitt sér að því að beina öllu spili Liverpool inn á miðju vallarins þar sem þau hafa komið fyrir þéttum pakka og þannig náð að stífla allan sóknarleik liðsins.Fjarvera Manés hefur sett stórt strik í reikning Liverpool.vísir/gettyMissir að Mané Ljóst er að liðið hefur mjög saknað Senegalans Sadio Mané sem verið hefur fjarverandi í janúar vegna Afríkukeppninnar. Mané sá sjálfur um að skjóta Senegal út úr keppninni um helgina og gæti komið inn í liðið fyrir stórleikinn gegn Chelsea í vikunni . Mané er ólíkur samherjum sínum að því leyti að hann vill halda sig á kantinum og gæti því breytt flötum sóknarleik Liverpool. Hvort endurkoma Mané dugi Liverpool, sem aðeins hefur sigrað í einum af síðustu átta leikjum liðsins, til að snúa genginu við verður að koma í ljós. Erfitt getur reynst fyrir lið að komast upp úr slíku hjólfari og ljóst að mikil pressa er á hinum snjalla Þjóðverja, Jürgen Klopp, að sýna hvað í honum býr, þannig að enn eitt tímabilið fari ekki í vaskinn á Anfield.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira