NFL: Green Bay Packers vann Dallas í stórkostlegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:48 Sparkarinn Mason Crosby var hetja Green Bay Packers í nótt. Vísir/AP Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira