Nýársspá Siggu Kling – Vogin: Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs 6. janúar 2017 09:00 Elsku hjartans Vogin mín. Það er mjög spennandi að skoða árið hjá þér. Ég sé það að ég á svo mikið af vinum í þessu merki og ég heillast svo rosalega af karakterunum sem eru í Vog, það er kannski vegna þess að þið eruð getin á gamlárskvöld og það eru einmitt ástæðan fyrir því að aðalbomburnar af stjörnumerkjunum eru í voginni. Vogin er svo sterkur karakter með hæfileika til að skara fram úr. Þú vinnur hörðum höndum að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú átt eftir að fá þá virðingu sem þú sækist eftir. Þú þarft að byrja á því að hella yfir þig þeirri virðingu sem þú átt skilið því öðrum finnst þú nefnilega vera nákvæmlega eins og þér finnst þú vera. Það er magnaður kraftur yfir þessu ári hjá þér og þú verður að gæta þess að vera aðeins þolinmóðari því orkan þín vill að hlutirnir gerist strax og þú nennir ekki að vera að dútla í hlutunum. Þú ert svo sterk fjölskyldumanneskja og fjölskyldan mun skipa stóran sess á þessu ári. Sambönd sem byrja á þessu ári eða síðasta eiga eftir að ganga vel og vara jafnvel til lífstíðar. Það er mikill kærleikur sem fylgir þessu ári og þú átt eftir að semja um frið alls staðar í kringum þig því innra með þér býr mikill stríðsmaður sem getur átt það til að gera líf sitt að keppni. Í því framhaldi verður ævisagan auðvitað svo æsispennandi því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eina ástæða þess að þig gæti rekið í stans á þessu ári er að þú flækist í eigin hugsunum. Þú hugsar nefnilega stundum svo mikið að það kemur reykur út úr hausnum á þér. Það fylgir því svo mikil spenna að vera ung Vog því hún þarf alltaf að tipla svo mikið á tánum og er oft svo hrædd um að gera hlutina ekki 100%. Eftir því sem aldurinn færist yfir, kemur sjálfsöryggið og þú lærir að slaka á. Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs en þú munt nota kvíðann sem hvata til að taka til í kringum þig. Þú munt einfalda líf þitt og það verður mikil breyting á þessu ári hjá þér sem tengist því að þú verður miklu sáttari og sjálfstraustið ljómar af þér. Þú verður á grænni grein í sambandi við peninga og þú verður líka fljót að eyða þeim, en til þess eru þeir. Þú ert fædd til að vera forystusauður án þess að þú sért að skipa sérstaklega fyrir. Þú hefur svo heillandi áhrif á fólk að því langar óstjórnlega til að vinna með þér. Þú átt eftir að upplifa dásamlegt sumar þar sem þú virðist vera hreinlega út um allar trissur og nýtur þess fram í fingurgóma. Magnað tímabil byrjar í september þegar þú gerir annaðhvort merkilega samninga eða gengur frá merkilegum málum og ferð svo full af orku inn í veturinn. Þetta er besta ár sem þú hefur átt í mörg ár, 2017 er svo sannarlega þitt ár. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Elsku hjartans Vogin mín. Það er mjög spennandi að skoða árið hjá þér. Ég sé það að ég á svo mikið af vinum í þessu merki og ég heillast svo rosalega af karakterunum sem eru í Vog, það er kannski vegna þess að þið eruð getin á gamlárskvöld og það eru einmitt ástæðan fyrir því að aðalbomburnar af stjörnumerkjunum eru í voginni. Vogin er svo sterkur karakter með hæfileika til að skara fram úr. Þú vinnur hörðum höndum að öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú átt eftir að fá þá virðingu sem þú sækist eftir. Þú þarft að byrja á því að hella yfir þig þeirri virðingu sem þú átt skilið því öðrum finnst þú nefnilega vera nákvæmlega eins og þér finnst þú vera. Það er magnaður kraftur yfir þessu ári hjá þér og þú verður að gæta þess að vera aðeins þolinmóðari því orkan þín vill að hlutirnir gerist strax og þú nennir ekki að vera að dútla í hlutunum. Þú ert svo sterk fjölskyldumanneskja og fjölskyldan mun skipa stóran sess á þessu ári. Sambönd sem byrja á þessu ári eða síðasta eiga eftir að ganga vel og vara jafnvel til lífstíðar. Það er mikill kærleikur sem fylgir þessu ári og þú átt eftir að semja um frið alls staðar í kringum þig því innra með þér býr mikill stríðsmaður sem getur átt það til að gera líf sitt að keppni. Í því framhaldi verður ævisagan auðvitað svo æsispennandi því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Eina ástæða þess að þig gæti rekið í stans á þessu ári er að þú flækist í eigin hugsunum. Þú hugsar nefnilega stundum svo mikið að það kemur reykur út úr hausnum á þér. Það fylgir því svo mikil spenna að vera ung Vog því hún þarf alltaf að tipla svo mikið á tánum og er oft svo hrædd um að gera hlutina ekki 100%. Eftir því sem aldurinn færist yfir, kemur sjálfsöryggið og þú lærir að slaka á. Smávegis kvíði gæti kitlað þig í upphafi þessa árs en þú munt nota kvíðann sem hvata til að taka til í kringum þig. Þú munt einfalda líf þitt og það verður mikil breyting á þessu ári hjá þér sem tengist því að þú verður miklu sáttari og sjálfstraustið ljómar af þér. Þú verður á grænni grein í sambandi við peninga og þú verður líka fljót að eyða þeim, en til þess eru þeir. Þú ert fædd til að vera forystusauður án þess að þú sért að skipa sérstaklega fyrir. Þú hefur svo heillandi áhrif á fólk að því langar óstjórnlega til að vinna með þér. Þú átt eftir að upplifa dásamlegt sumar þar sem þú virðist vera hreinlega út um allar trissur og nýtur þess fram í fingurgóma. Magnað tímabil byrjar í september þegar þú gerir annaðhvort merkilega samninga eða gengur frá merkilegum málum og ferð svo full af orku inn í veturinn. Þetta er besta ár sem þú hefur átt í mörg ár, 2017 er svo sannarlega þitt ár. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga, Skúli Mogensen, Walter Matthau, Olavia Newton John, Ragga Gísla, Steinn Steinarr, Margret Tatcher.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira