„Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:00 Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín. Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Fjárlög og fjáraukalög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en samþykkt var að veita 665 milljónum króna til sauðfjárbænda. Formaður Samfylkingar segir gengið fram hjá fátækum en forsætisráðherra segir nauðsynlegt að forgangsraða. Síðasta þingfundi ársins lauk um miðnætti gær og voru fjárlög og fjáraukalög samþykkt með 34 atkvæðum en 24 sátu hjá. Fjárlögin voru samþykkt með tæpum 33 milljarða króna afgangi og nemur útgjaldaaukningin 55,3 milljörðum króna miðað við fjárlög fyrra árs. Mesta heildaraukningin frá síðustu fjárlögum er til heilbrigðismála en hún nemur 22 milljörðum króna. Þá eru framlög til menntamála aukin um 4,1 milljarð en meirihlutinn rennur til háskólanna. Þá eru framlög til vegaframkvæmda aukin um 2,3 milljarða frá síðasta fjárlagafrumvarpi. Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verja 665 milljónum króna til sauðfjárbænda var einnig samþykkt í gær. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta halda bændum á floti á meðan leitað er varanlegra lausna. „Þetta eru heilmiklir peningar þó að vissulega sé tekjutapið á síðustu tveimur árum ennþá meira. Það er alveg rúmlega tveir milljarðar ef þú tekur bæði þessi ár," segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. „Þetta hjálpar mönnum að ná endum saman eins langt og það nær en til að styrkja stoðirnar til framtíðar þarf auðvitað að styrkja markaðsstarfið og styrkja sölumálin," segir Sigurður. Engar breytingartillögur minnihlutans hlutu brautargengi en stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu tvisvar til að hækka skerðingarmörk barnabóta upp í 300 þúsund eða að lágmarkslaunum. Formaður Samfylkingar, segir að nýta hefði mátt góða stöðu þjóðarbúsins á toppi hagsveiflunnar til aðgerða fyrir fátæka. „Ef ekki er hægt að ráðast í þetta þá, hvenær þá? Á þetta fólk alltaf að þurfa að bíða? Líka þegar illa árar? Nú hefðum við verið í færi til að afla tekna til að taka raunverulega á ójöfnuði og misskiptingu í landinu," segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að innviðauppbygging hafi verið sett í forgang. „Þar erum við auðvitað að forgangsraða heilbrigðismálunum, sem er sá málaflokkur sem almenningur hefur forgangsraðað efst á sinn lista þegar það hefur verið kannað, erum að forgangsraða menntamálum og erum að auka fjárveitingar til samgöngumála," segir Katrín. „Auðvitað er ekki verið að leysa öll mál og við erum auðvitað að horfa til þess að fara í ákveðna endurskoðun, til að mynda á húsnæðisstuðningi hins opinbera, til þess að hann muni nýtast annars vegar tekjulágum og hins vegar ungu fólki sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað," segir Katrín. Ráðist verður í endurskoðun bótakerfsins á næstunni og Katrín leggur áherslu á að vinnan taki stuttan tíma. „Við erum líka að fara í samtal við fulltrúa Öryrkjabandalagsins og fulltrúa Þroskahjálpar um hvernig við getum náð fram kerfisbreytingum á því kerfi, þannig að kerfið verði einfaldara, það hvetji til samfélagslegrar þátttöku og um leið verði örorkulífeyrisþegum tryggð mannsæmandi kjör," segir Katrín.
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent