Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2017 11:12 Kazuo Ishiguro. Vísir/Getty Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Breski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2017. Hann er þekktastur fyrir skáldsögu sína The Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins, en fyrir hana hlaut hann Man Booker verðlaunin árið 1989. Nýjasta skáldsaga Ishiguro, The Buried Giant, kom út árið 2015. Í rökstuðningi sænsku akademíunnar segir að í bókum hans, sem einkennast af miklum tilfinningalegum krafti, hafi hann svipt hulunni af „hyldýpinu sem leynist undir blekkjand sýn okkar og tengingu við heiminn.“ Hann hefur alls skrifað sjö skáldsögur og hafa þrjár þeirra verið kvikmyndaðar. Þar á meðal er bókin Never Let Me Go, eða Sleppptu mér aldrei, sem kom út árið 2005 og var tilnefnd til Man Booker verðlaunanna árið 2006. Kvikmynd byggð á bókinni kom út árið 2010 með þeim Carey Mulligan, Andrew Garfield og Kieru Knightley í aðalhlutverkum. Ishiguro hefur einnig skrifað fjögur handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir og sjónvarp sem og nokkrar smásögur. „Ef þú blandar saman Jane Austen og Franz Kafka ertu komin með Ishiguro í hnotskurn. En þú þarft að blanda smá Marcel Proust við og þá ertu komin með verk hans,“ sagði fulltrúi sænsku akademíunnar í viðtali við fjölmiðla að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi. Bandaríska tónskáldið Bob Dylan hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra fyrir textasmíð sína og framlag sitt til bandarískrar dægurtónlistar. Halldór Laxness, einn helsti íslenski rithöfundur á 20. öld, var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1955. Hann er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira