Hrósið mikilvægt fyrir börn með ADHD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 22:00 ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira