Hrósið mikilvægt fyrir börn með ADHD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 22:00 ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
ADHD samtökin stóðu fyrir málþingi í dag undir yfirskriftinni Ferðalag í flughálku en markmiðið var að varpa ljósi á stöðu unglinga með röskunina. Sálfræðingur segir mikilvægt að muna að hrósa þar sem ungmenni með ADHD fái oft lítið annað en gagnrýni. Á málþinginu var samnefnd bók einnig kynnt en hún er sú fyrsta sem skrifuð er á íslensku um ADHD og ungmenni. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. Höfundurinn er sálfræðingur og fyrrverandi forstöðukona á Stuðlum en hún segir mikilvægt að muna að hrósa börnum með ADHD. „Þau fá svo mikið af hinu. Fá svo mikið af gagnrýni, mikið af skömmum, mikið af neikvæðum athugasemdum að þau þurfa mjög mikið á hrósi að halda," segir Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur. Það sé í höndum fullorðinna að taka stjórn á samskiptunum. „Þetta eru erfið börn, þau fara í taugarnar á fólki og fólk pirrast. Þá er svo mikil hætta á því að fullorðna fólkið missi einnig stjórn á sér. Þannig að samskiptin verða smám saman fyrst og fremst erfið og leiðinleg. Það er það sem þarf að vinda ofan af en unglingurinn gerir það ekki. Fullorðna fólkið þarf að gera það," segir Sólveig. Hún telur samspil lyfjagjafar og meðferðar skila bestum árangri. „Annað hvort dugar ekki; að nota bara lyf eða bara sálfræðimeðferð, það skilar ekki sama árangri," segir Sólveig. Kennari við Borgarholsskóla á Húsavík hefur frá árinu 2010 unnið að þróunarverkefni fyrir börn með ADHD sem nefnist Beislum hugann en aðferðin hefur síðan verið tekin upp í öllum skólum. „Þetta snýst um það að kennarinn hjálpi þeim að finna sínar leiðir. Finna hvernig þau geta fúnkerað í kennslustofunni og hvernig við getum komið í veg fyrir óæskilegar uppákomur hjá þeim," segir Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari. Hún telur verkefnið hafa hjálpað um einum til fjórum nemendum í hverjum árgangi á síðustu sjö árum. „Við erum að vinna með þetta alveg frá fyrsta bekk, frá því að þau koma inn og alveg upp í tíunda bekk. Við erum að skila nemendum í dag úr framhaldsskóla sem eru að koma til okkar og segja hvað þetta hafi reynst þeim vel," segir Jóna.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira