Getur varla beðið eftir að vínylplatan detti í hús Benedikt Bóas skrifar 6. júní 2017 09:00 Bubbi heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag. „Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Það er plata og það er afmæli og það áttu að vera tónleikar líka í dag en þeir verða því miður ekki,“ segir tónlistarmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Bubbi Morthens sem heldur upp á 61 árs afmæli sitt í dag og gefur út plötuna Túngumál. Bubbi hefur oftar en ekki haldið tónleika á afmælinu sínu en núna fær hann óvænt frí. „Ætli ég taki ekki fólkið mitt út að borða. Minn uppáhaldsmatur er indverskur og Austur-Indíafjelagið er einn besti indverski veitingastaður í Evrópu, það get ég vottað. Ég er búinn að prófa þá marga og það sem gerist þar inni eru einhverjir töfrar sem ég veit ekki hverjir eru en þeir finnast á bragðinu. Svo segi ég kannski bara við krakkana að þau ráði,“ bætir hann við. Platan Túngumál er nokkur óður til fortíðar því Bubbi leitar til áhrifavalda sem hann kynntist þegar hann vann á vertíð. „Þá var ég svolítið að hlusta á þjóðlagatónlist meðal annars frá Síle og Paragvæ og mexíkóskt rokk. Það var klikkað dæmi og er ennþá. Í Mexíkó eiga þeir mikið af alvöru böndum sem nota tremóló gítara. Í dag hefur það rokk þróast þannig að böndin semja hetjuóð um eiturlyfjabaróna. Ég sæki áhrif úr allri þessari tónlistarflóru og bind hana með mínum eigin hljóðheim þannig að útkoman verður einhvers konar grautur en mjög Bubbaleg tónlist engu að síður. Hún er mjög heilsteypt því ég bind öll lögin með þessum tremóló gítar. Þetta er gítarhljóð sem hljómar í True Detective sem margir kannast svo við. Svo verða bónuslög, eitt er tribute lag til Leonard Cohen og heitir bara Cohen blús og annað sem heitir Guð blessi Ísland og tengist hruninu.“ Túngumál kemur út í júlí á vínyl og segir Bubbi að hljóðblöndunin hafi verið með vínyl í huga. „Vínylplatan hefur svolítið komið aftur vegna þess að það er mikill munur á gæðum, ef það er hlustað á gripinn í góðum gæðum. Vínylformatið er gripur sem er listræn heild. Það er athöfn að hlusta á vínylplötu. Sumir taka sér bók í hönd, aðrir fá sér rautt eða hvað sem er og vínylplatan er í þeim flokki. Það þarf næði til að hlusta á vínylplötu. Ég get ekki beðið eftir að fá vínylplötuna í hendurnar, setjast niður og njóta hvers tóns,“ segir afmælisbarnið Bubbi að lokum.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira