Fannst ég vera fyrir þeim stóru Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. desember 2017 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017 vísir/ernir Blað var brotið í 62 ára sögu Íþróttamanns ársins þegar kylfingur varð í fyrsta sinn fyrir valinu í kjörinu, sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk flest atkvæði í kjörinu, 422 stig af 540 mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru skammt undan en þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár, eins og allir eru búnir að segja, hjá öllu íþróttarfólkinu okkar og það er mikill heiður að vera valin úr þessum hópi,“ sagði Ólafía Þórunn þegar valið var kunngjört. Ólafía var sannkallaður brautryðjandi fyrir íslenska kylfinga á árinu sem er að líða. Hún varð fyrsti Íslendingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi og varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti í íþróttinni en alls keppti hún á þremur slíkum mótum á árinu. Stærsta afrekið var þó líklega að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni sem er ekki sjálfgefið fyrir nýliða. Ólafía vann sig jafnt og þétt upp peningalista mótaraðarinnar en efstu 80 kylfingar hennar í lok árs komust í efsta forgangsflokk næsta tímabils. Ólafía hafnaði í 73. sæti listans með 23,5 milljónir. „Þetta er vonum framar að vera í toppbaráttunni. Fyrst langaði mig bara að halda kortinu mínu, en svo fékk ég reynslu og lærði af árinu og það fleytti mér áfram,“ sagði Ólafía, en hún náði best fjórða sæti á árinu á móti í Bandaríkjunum. Hún spilar við marga af bestu kvenkylfingum heims og sagðist hafa verið smeyk við þær í fyrstu, en í dag séu þær orðnir vinir. „Í fyrstu mótunum þá var það mjög skrítið [að mæta stóru nöfnunum] og mér fannst ég alltaf vera fyrir þeim, ég var bara einhver lítill Íslendingur, en núna þá eru þær jafningjar mínir og við erum bara vinkonur.“vísir/ernirÓlafía spilaði mikið á árinu og sagði það hafa tekið sinn toll. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu.“ Nýtt keppnistímabil hefst í lok janúar á Bahamaeyjum en það er margt spennandi fram undan hjá Ólafíu, sem er nú þegar örugg með keppnisrétt á fyrstu risamótum ársins. Ólafía ætlar sér að gera enn betur á næsta ári en í ár. „Stefnan er sett ennþá hærra. Ég er ekki alveg búin að setja mér markmið fyrir árið, annað en bara að vinna hörðum höndum og sjá hversu langt maður kemst. Maður stefnir alltaf á sigur, ég á ennþá eftir að brjóta þann múr á Evrópumótaröðinni eða LPGA, svo það er næsta markmið,“ sagði Ólafía. Mikil ferðalög fylgja golfíþróttinni, en mót LPGA mótaraðarinnar fara fram í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Ólafía sagði ferðalögin vera erfið og hún viti oft á tíðum ekki hvar hún er hverju sinni. Hún hefur verið í fríi eftir að Drottningarmótinu í Japan lauk nú fyrr í mánuðinum og nýtir þann tíma vel. Hún segir þó að tíminn hverfi frá henni í hina ýmsu hluti, hún sé alltaf í viðtölum eða myndatökum og viti ekkert hvert tíminn fari. „Ég er ekki búin að snerta golfkylfu frá því ég kom frá Japan. Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera alveg andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía, en hún segist njóta þess að vinna í andlegu hliðinni. „Ég er smá svona nörd þar og finnst ógeðslega gaman að vinna í því,“ sagði íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Blað var brotið í 62 ára sögu Íþróttamanns ársins þegar kylfingur varð í fyrsta sinn fyrir valinu í kjörinu, sem Samtök íþróttafréttamanna standa að. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk flest atkvæði í kjörinu, 422 stig af 540 mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru skammt undan en þessi þrjú voru í nokkrum sérflokki. „Þetta er búið að vera stórkostlegt ár, eins og allir eru búnir að segja, hjá öllu íþróttarfólkinu okkar og það er mikill heiður að vera valin úr þessum hópi,“ sagði Ólafía Þórunn þegar valið var kunngjört. Ólafía var sannkallaður brautryðjandi fyrir íslenska kylfinga á árinu sem er að líða. Hún varð fyrsti Íslendingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi og varð einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á risamóti í íþróttinni en alls keppti hún á þremur slíkum mótum á árinu. Stærsta afrekið var þó líklega að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni sem er ekki sjálfgefið fyrir nýliða. Ólafía vann sig jafnt og þétt upp peningalista mótaraðarinnar en efstu 80 kylfingar hennar í lok árs komust í efsta forgangsflokk næsta tímabils. Ólafía hafnaði í 73. sæti listans með 23,5 milljónir. „Þetta er vonum framar að vera í toppbaráttunni. Fyrst langaði mig bara að halda kortinu mínu, en svo fékk ég reynslu og lærði af árinu og það fleytti mér áfram,“ sagði Ólafía, en hún náði best fjórða sæti á árinu á móti í Bandaríkjunum. Hún spilar við marga af bestu kvenkylfingum heims og sagðist hafa verið smeyk við þær í fyrstu, en í dag séu þær orðnir vinir. „Í fyrstu mótunum þá var það mjög skrítið [að mæta stóru nöfnunum] og mér fannst ég alltaf vera fyrir þeim, ég var bara einhver lítill Íslendingur, en núna þá eru þær jafningjar mínir og við erum bara vinkonur.“vísir/ernirÓlafía spilaði mikið á árinu og sagði það hafa tekið sinn toll. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu.“ Nýtt keppnistímabil hefst í lok janúar á Bahamaeyjum en það er margt spennandi fram undan hjá Ólafíu, sem er nú þegar örugg með keppnisrétt á fyrstu risamótum ársins. Ólafía ætlar sér að gera enn betur á næsta ári en í ár. „Stefnan er sett ennþá hærra. Ég er ekki alveg búin að setja mér markmið fyrir árið, annað en bara að vinna hörðum höndum og sjá hversu langt maður kemst. Maður stefnir alltaf á sigur, ég á ennþá eftir að brjóta þann múr á Evrópumótaröðinni eða LPGA, svo það er næsta markmið,“ sagði Ólafía. Mikil ferðalög fylgja golfíþróttinni, en mót LPGA mótaraðarinnar fara fram í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Ólafía sagði ferðalögin vera erfið og hún viti oft á tíðum ekki hvar hún er hverju sinni. Hún hefur verið í fríi eftir að Drottningarmótinu í Japan lauk nú fyrr í mánuðinum og nýtir þann tíma vel. Hún segir þó að tíminn hverfi frá henni í hina ýmsu hluti, hún sé alltaf í viðtölum eða myndatökum og viti ekkert hvert tíminn fari. „Ég er ekki búin að snerta golfkylfu frá því ég kom frá Japan. Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera alveg andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía, en hún segist njóta þess að vinna í andlegu hliðinni. „Ég er smá svona nörd þar og finnst ógeðslega gaman að vinna í því,“ sagði íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira